Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 84
60
tröppurnar. Hún fór að gráta. í sama vet
fangi streymdi fjöldi af heldra fólkinu inn í
dómkirkjuna, og sumir gátu ekki stillt sig um
að hlæja að þessum slysförum hennar.
„Hefurðu séð konungssoninn?11 spurði drífu-
hnoðfi, sem settist á aðra kinnina á henni. Það
var sami drífuhnoðrinn, sem loðað hafði við sjal-
drusluna hennar fyrir stundu síðan, þegar norð-
anvindurinn kom og hrifsaði hann í hurtu með
sér.
,,Æ—nei—“, stundi Barbara litla og flóði í
tárum. ,,Hvað ætli hann kæri sig um mig?“
,,Talaðu ekki svo gremjulega1-, sagði drífu-
hnoðrinn litli. ,,Gakk út í skóg; þar færðu
vissulega að sjá andlit hans, því konungssonur-
inn fer æcíð í gegnum skóginn á leið sinni til
borgarinnar. Þrátt fyrir allan kuldann, klæð-
leysið og hungrið, og þrátt fyrir það, að hún var
meidd og marin, fór Barbara litla að brosa í
gegnum tárin.
I skóginum gæti hún fengið að sjá konungs-
soninn, þegar hann færi fram hjá; og hann
þyrfti ekki að sjá hana, því að hún gæti falið
sig milli trjánna og vínviðarfiéttanna.
,,Irr-r-r! irr-r-r!“ Það var vindurinn, sem
kom enn þá einu sinni, flágjallandi og flanandi.
Hann lamdist um í rifnu sjaldruslunni hennar,
og þyrlaði gulu lokkunum hennar í allar áttir,
og sópaði drífuhnoðranum burt af kinn liennar
og hreif hann með sér út í niðandi náttgeiminn.
Barbara hélt áleiðis til skógar. Þegar hún
kom að borgarhliðinu, mætti hún varðmannin-
um; hann brá stóra skriðljósinu sínu framan í
hana, og spurði hana, liver hún væri og hvert
hún ætlaði að fara.