Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Side 85
61
,,Eg er Barbara, og eg ætla að fara útí
skóg“, svaraði bún einbeitt.
,,Út í skðg?“ hrópaði varðmaðurinn, ,,og£
þessu veðri? Bei, barnið mitt; þú verður úti!“
,,Eg hætti ekki fyrr en eg fæ að sjá konungs-
soninn“, sagði Barhara. ,,Mér er bannað að
stíga fæti mínum inn fyrir kirkjudyrnar til þess
að mega bíða þar komu hans, og því síður má
eg koma eitt einasta augnahlik inn fyrir þrösk-
uld í neinu af þessum yndislegu og glaðværu
heimahúsum fólksins, svo eg ætla nú að fara
út i skóg.1 ‘
Varðmaðurinn brosti, en komst við af orðum
barnsins. Hann var góðhjartaður maður; hann
hugsaði til litlu einkadóttur sinnar heima.
,.Nei, nei, stúlkan min litla, þú mátt ekki
fara út í skóg“, sagði hann; ,,þú verður úti í
þessu óskapa veðri, ef þú gerir það.“
En Barbara vildi ekki láta hér staðar num-
ið. Hún forðaðist að láta varðmanninn ná í sig,
og hljóp eins hart og hún gat í gegnum horgar-
hliðið.
,,I guðs bænum snúðu aftur!“ hrópaði varð-
maðurinn. ,,Þú týnist og deyr i skóginum.11
Eu Barbara gaf engan gaum að hrópi hans, og
hvorki fannhurðurinn né nístandi grimd norð-
anhylsins gátu kyrrsett hana. Konungssonur-
inn var hið eina, sem hún hugsaði um, og hljóp
hún alt hvað af tók til skógar.
II.
„Hvað sjáið þér þar uppi, grönin min
góð?“ spurði vínviðurinn litli úti í skóginum.