Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Qupperneq 89
65
,,Elsku Barbaramín!“ sagðisnædrifubnoðr-
inn, „eg ætla að bíða með þér eftir konungssyn-
inum.“
Það glaðnaði yfir Barböru litlu, því að
henni var vel við snædrífuhnoðrann, sem var
svo ljúfur og hreinn og flekklaus.
„Segið þér okkur, grönin mín góð“, sagði
vinviðurinn, „hvað sjáið þér í austrinu? Er
konungssonurinn kominn til skógarins ?“
„Austrið er alt sveipað svörtum skýjum
enn“, svaraði grönin, „og vindarnir, semsteypa
sér fram afbrúnum fjallanna, kveða og syngja
um konung snjóanna.11
„En borgin er öll uppljómuð1-, sagði furan;
„eg sé ljósin í dómkirkjunni, og eg heyri, að
það er verið að syngja þar óumræðilega fagra
söngva um konungssoninn og komu hans.“
„Já, eg veit það, að nú er verið að syngja í
dómkirkjunni um konungssoninn“, sagði Barb-
ara, og komu grátstafir í kverkar henni.
„Hann heimsækir okkur samt fyrst“, hvisl-
aði vínviðurinn að Barbðru litlu, og reyndi að
hugga hana.
„Já, já; hann kemur í gegnum skóginn'1,
blístraði snæbjallan litla kátbrosleg.
„Kvíddu engu, elsku Barbara mín; okkur
veitist sú gleði að sjá konungssoninn í allri sinni
dýrð“, sagði snædrífuhnoðrinn.
Alt í einu heyrðist undarlegur gauragangur
f skóginum; það var liðið að miðnætti, og andar
skógarins komu nú fram úr fylgsnum sínum;
þeir léku sér og dönsuðu, byltust og botnveltust
og höfðu í frammi allskonar fíflalæti. Barbara
horfði á leik þeirra með ótta og skelfingu, því
hún hafði aldrei áður séð anda skógarins, en oft