Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 90
66
hafði hún heyrt um þá talað. Þvílík undur og
ósköp hafði hún aldrei séð.
„Óttastu ekki“, hvislaði vínviðurinn að
Barböru, — „óttastu ekki; þeir þora ekki að
snerta þig."
Andar skógarins héldu áfram skrípalátum
sínum sem svaraði einni klukkustund. Þá
heyrðist hanagal, og við það varð álfunum,
dvergunum, huldufólkinu og öðrum kynjaverum
skógarins svo hylt, að hver þaut til síns sama-
staðar : inn i hóla og hella og hola trjástofna, og
undir börkinn á trjánum, þar sem hann var laus.
Og alt varð hljótt og rótt einu sinni enn í skóg-
inum.
„Undur er kalt", sagði Barhara. ,.Mér ligg-
ur yið kali á höndum og fótum.“
Þá hristu þær, grönin og furan, snjóinn nið-
ur af greinum sínum, og snjórinn féll ofan yfir
Barböru litlu, og huldi hana eins og hvítur
möttull.
,,Nú verður þér hlýrra“, sagði vínviðurinn,
og kysti Barböru á ennið. Barbara brosti blíð-
lega.
En snæbjallan, sem lúrði upp við vangann
á Barböru, söng henni vögguvísu um græna
mosann hjá lindinni, sem bar ást til fjólunnar.
Og Barbara sagði: ,,Nú ætla eg að sofna. Vilj-
ið þið vekja mig, þegar konungssonurinn kemur
í gegnum skóginn."
Þau lofuðu henni þvi. Barbara sofnaði sætt.
III.
,,Glaðlega hringja klukkur borgarinnar nú“,
sagði furan, ,,og sönghljómurinn frá dómkirkj-