Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 93
69
Enginn vissi um dýrðina úti í skóginum,
þennan jóladagsmorgrrii, nó lieldur um þann
fögnuð, sem konungssonurinn hafði leitt Bar-
höru litlu inn i.
(j. e. |>ýddi.)
FERÐALAG MILLI WINNIPEG OG
ST. PAUL FYRIR 30 ÁRUM.
Eftirfylgjandi grein er útdráttur úr ritgerð
eftir herra W. G. Fonseca, sem er einn af frum-
byggjum Winnipeg bæjar og kunnur fjölmörg-
um Islendingum. Hann er spænskur að upp-
runa, en fiuttist með straumnum norðvestur til
St. Paul í Minnesota fyrir eitthvað 50 árum síð-
an, þá ungur að aldri. Þaðan færði hann sig
svo norður í ,.Rauðár-bygð“, þar sem nú er
Winnipeg, árið 1858, kvongaðist þar og settist
að á Douglas tanga (Point Douglas), er nú ligg-
ur nær miðju Winnipeg-bæjar, frá norðri til suð-
urs. Ritgerð sína um ferðalög milli Winnipeg
og St. Paul fyrir 30—40 árum, las hann upp á
fundi Sögufólagsins hér í Winnipeg, 25. jan. 1900.
,,Tímarnir breytast11 eru fyrstu orðin, sem
koma höfundinum í hug, þegar hann hugsar um
liðna tímann, en horfir á gufuknúnar vagnlestir
bruna aftur og fram yfir slétturnar, ýmist sam-
hliða gömlu kerru-slóðunum, eða þvert yfir þær.
Það er þægilegra að sitja á dún-mjúkri flos-sessu
og hafa öll liugsanleg þægindi við höndina í hit-
uðum vagni, heldur en að velkjast úti dag og