Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Síða 94
70
nótt „upp á gamla móóinn'1, og þó var eitthvað
einkennilega aðlaðandi og skáldlegt við þetta
ferðalag fyrrum, en nú er það glatað og gleymt.
Vörur Húðsonsflóafélagsins komu þá mest-
megnis um Húðsonsflóa og þaðan vatnaleið (um
Nelson-fljót, Winnipeg-vatn og Rauðáj suður
um land. Þó sendi félagið mikið af dýraíeldum
sínum suður um land til St. Paul og tók þaðan
vörur aftur, og það gerðu einnig nýbyggjarnir i
Rauðárdalnum. Til þeirra ferða voru eingöngu
notaðir tvíhjóluðu vagnarnir, sem nefndir
voru „Red River Carts“ (Rauðár-kerrur) og að
auknefni ,,preríu-skonnorturnar“ á sama hátt
og úlfaldinn er nefndur „skip eyðimerkurinnar11
í Austurlöndum.
Þegar leggja skyldi í langferðina—til St.
Paul—, var uppi fótur og fit á öllum marga daga
á undan. Þá þurftu menn að búa sig út með
nesti og nýja skó og það dyggilega. því á ferð-
inni voru menn 6 til S vikur, þó sömu leið fari
menn nú fram og aftur á minna en hálfum öðr-
um sólarhring. Og þar sem hópur manna æfin-
lega sló sér saman, var pað meira en lítið, sem
gekk á. þegar verið var að búa sig. Pyrst var
að hugsa um matinn. Aðal-fæðuefnin voru:
hveitimjöl, te, sykur og—pemmican, þ. e. nokk-
urskonar kæfa úr vísunda-kjöti. Þessi kæfa. er
nú ekki framar á horð borin, en á þeim dög-
um var hún líf-akkeri ferðamanna hér vestra.
Kæfa þessi var þannig búin til: Kjöt vísund-
anna var rist í lengjur og þurkað líkt og harð-
fiskur á Norðurlöndum. Þegar lengjurnar veru
orðnar harðar, voru þær barðar þangað til kjötið
var orðið að mylsnu. Var þá mylsnunni troðið
í poka, er gerðir voru úr vísundahúðum, og heit-