Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 95
71
um tólg helt meðfram, svo að pokinn yrði loft-
þéttur og kjötið gæti geymst þar óskemt ár eftir
ár. Þegar búið var að taka til nestið, var næst
fyrir hendi að hugsa um verkfæri, skófatnað o.s.
frv. Sjálfsögð verkfæri voru skógaröxi, sög,
,,draghnífur“ (líkur hófjárni), nafar, ferhyrn-
ingsmál eða ,,vinkill“, nálar til aktygja-sauma
og efni í aktygi,—húðir, þvengir og seymi.
Hið einkennilegasta við þessar lestir voru
vagnarnir sjálfir,—, ,Rauðár-kerrurnar“, Þær
voru meistarasmíði að því leyti, að í þeim var
ekki snefill af járni, — ekki einn einasti nagli,
hvað þá meira, en algerlega gerðar úr tré.
Grindin ofan á hjðlunum var gerð þannig: Fyrst
voru kjáll arnir, 12 feta langir. I þá voru
greyptar þrjár þverslár, hver 6 feta löng, ein
framan við hjólin, önnur undan þeim miðjum,og
3Ú þriðja aftan við þau. Ofan á þær voru lagð-
ar fjalir, og var þannig fenginn vagnbotninn.
Ofan á bjálkana voru greyptir fjórir stuðlar,
tveir í hvorn bjálka, framan og aftan við hjólin.
Innan við stuðlana voru þá reistar upp fjalir
hringinn í kring, og var þá vagninn fullger að
þessu leytinu. Hjólin voru stór og sterk, öll úr
eik eða öðrum hörðum og seigum við, fimm fet
að þvermáli,og til þess kerran yrðistöðugri voru
þau mjög svo hvelfd, þannig að hjólröndin gekk
lengra út en öxullinn. Öxullinn var vandaðasti
hluti kerrunnar, þurfti bæði að vera efnisgðður
og vel telgdur. Þð brotnuðu ætíð fimm eða sex
þeirra í hverri ferð til St. Paul. Vísundahuðir
ristu menn í ólar, lögðu þær í bleyti og fjötruðu
svo með þeim öxulinn við kerrugrindina. Ól-
arnar urðu glerharðar utan um tréð og héldu
svo öllu í föstum skorðum. Þar er vagninn full-