Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 98
74
Þegar setst var að á kvöldin, var störfum
liagað eins og um miðdegið, og maturinn, sem
á borð var borinn, var sá sami, nema ef veiðst
hafði dýr eða fugl um daginn. Á kvöldin var
og alment að búa til einn annanréttúr kæfunni.
Auk salts og mjöls var ögn af feiti, pipar, lauk
og kartöflum bætt við maukið, og kölluðu lesta-
menn þann rétt ,,row-scho“. Sá réttur segja
lestamenn að hafl verið ,,konungi sæmandi11.
Að kvöldverði loknum voru fiðlur dregnar úr
hylkjum sínum og tekið til að spila ,,Red River
Jig“; aðrir dönsuðu til skiftis, þó þreyttir væru,
og enn aðrir sungu eða sögðu sögur. ÞaQ voru
kátir sveinar í þessum ferðum, og leiðindi áttu
aldrei griðastað stundu lengur í ,,herbúðum“
þeirra. Væri bjart upp yfir og gott veður, vildu
þeir ekki annað en heiðan himin fyrir skála-
tjald, vörpuðu þá feldum sínum á ,,blómgaðan
bala“, lögðustniður, drógu ,,húðföt“ sín yfir sig,
og hrutu svo það sem eftir var nætur eins karl-
manulega og áður höfðu þeir spilað, dansað og
sungið.
Það segir sig sjálft, að lestamenn þessir hafi
oft mátt líða vos mikið og átt við marga erfið-
leika að stríða. Það voru engir vegir, ekki brú-
armynd yfir keldu og því síður þá yfir vatns-
föll, engarferjur og ekki einu sinni bátskrifli tii
að fleyta sér á. En yfir allar þessar torfærur
þurftu lestamennirnir að komast, með allan
varning óskemdan. Þeir voru líka við öllu
þessu búnir og stóðu svo aldrei ráðalausir. Þeg-
ar ferju þurfti, gerðu þeir hana sjálfir, á þennan
hátt: Þeir tóku fjögur kerrubjól, lögðu þau flöt
og fjötruðu saman með ólum, þar sem þau komu
saman. Vrar þannig fleki, er var full 10 fet á