Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Síða 99
75
hvevn veg. Næst var að fella tré í skóginum og
fjórar spírur eða renglur, jafn-langar og flek-
inn var breiður eða langur. Þær fjötruðu þeir
svo á útrönd hjólanna og mynduðu þær þá ofur
lítinn borðstokk. Á meðan þetta gerðist lágu
sex vísundahúðir i bleyti, er saumaðar voru
sarnan undir eins og þær voru orðnarnógulinar.
Að því búnu voru þær breiddar á jörðina og
bjóla-flekinn lagður ofan á þær, þannig, að kúp-
an á hjólunum vissi niður. Jaðrarnir á húðun-
um voru þá dregnir upp inn yfir renglurnar
fjórar, strengt á sem mest mátti, oghúðirnar síð-
an fjötraðar við grindina. Næst var þá að fá tvö
ólarreipi, svo löng að vel næðu yfir ána, og festa
þau sitt í hvort born á flekanum, ef horn má
kalla. Tveir eða fleiri menn syntu þá yfir ána
með reipisendann annan, aðrir ýttu flekanum á
flot og fermdu með vörur, og svona úthúinn bar
hann 800 pund. Þannig var farangur allur,
konur og hörn, o. s. fiv., ferjað yfir vatnsfallið,
á húðum og hjólum, er lestamennirnir þannig
drógu yfir, aftur og fram. En víst þótti lesta-
mönnum þetta leiðasta verkið, enda oftast fá-
dæma flugnavargur í skógunum við árnar og
forarleðjan að sjálfsögðu rétt ófær. Þess er líka
getið, að þá hafi stundum verið spýtt morauðu í
rífara lagi, ogað ekki mundi þykja tilhlýðilegt
að færa'í letur öll orð, er þá voru tiilut'.