Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 100
BRÆÐURNIR.
Eftir L. H. Bafley, kennara vid Cornellháskóiann
i New York-ríki.
Bræðurnir Reuben og Lucien Bradley voru
fæddir og uppaldir á sveitabæ einum í ríkinu
Michigan. Faðir þeirra hafði haft ákallega
mikið fyrir að yrkja og rækta bújörðina. Skóg-
urinn hafði verið svo stórvaxinn, að það þurfti
stórkostlegt erfiði til að ryðja honum burtu og
gera landið svo, að mögulegt væri að plægjaþað
og gera það þolanlega arðberandi, Þegarbræð-
urnir voru um þaðbil orðnir fullornir menn, var
bújörðin ekki arðsamari en það, að hún rétt
svona fleytti fjölskyldunni og færði lienni nægi-
legt viðurværi.
Reuben og Lucien fóru að hugsa um, hvern-
ig best mundi að hafa sig eitthvað dálítið áfram.
Þeir voru hraustir, reglusamir og iðnir og höfðu
útskrifast af skólanum þar í sveitinni. Faðir
þeirra var ekki svo efnum búinn, að hann gæti
lagt þeim til stofnfé,svo þeir gætu byrjað á versl-
un eða einhverju öðru. Þeir vissu þetta og datt
þeim því ekki í hug að kvarta. Hann hafði annast
þá til þessa eins vel og hann gat. Reuben var orð-
inn leiður á sveitalífinu. Hann kom sér fyrir í bæ
nokkrum til að læra aktygjagerð. Lucien keypti,
þvert á móti ráði vina sinna ’og stallbræðra,