Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 101
77
scx'íu ekrur af landi og hleypti sér í skuld fyrir
það.
Þegar ár var liðið, var kaup Reubens orðið
$1 á dag. Að loknu dagsverkinu fór hann í
hvíta skyrtu af því aðrir gerðu það,en ekki af því
að liún væri neitt viðfeldnari eða þægilegri en
aðrar skyrtur. Hann var ekki í neinum skuld-
um. Lucien fékk nokkra uppskeru, en ekki
samt meiri en svo, að hann gæti svona nokkurn
veginn staðið í skilum með renturnar. Hann
var i bættri skyrtu, hættum buxum og gekk með
gröfa leðurskó á fötum. Fólk sagði, að R,eu-
ben væri að verða myndarlegur maður og væri
í tilbót að læra nytsama iðn.
Að tveimur árum liðnum hafði Reuben lok-
ið við námið. Hann fékk nú $10.00 um vikuna.
Hann keypti sér fæði í fallegu húsi með svölum
fram að strætinu og fallegum hlæjum fyrir
gluggunum. Hann var orðinn fínn maður.
Lucien var enn í göimunum, en hann var nú
búinn að borga, ekki að eins renturnar, heldur
líka $300.00 af aðal-skuldinni. Fólk sagði, að
Reuben yrði áieiðanlega atkvæðamaður.
Reuhen varð bráðlega formaður á verkstæð-
inu og fékk nú $50 um mánuðinn. Hann keypt.i
sér hús og lóð og borgaði þetta hvorttveggja út
á fimm árum. Sveitafólkið kom til lians og
borðaði hjá honum miðdagsverð, þegar það kom
til kaupstaðarins. Lucien boigaði alla skuld-
ina og átti landið skuldlaust. Fólk sagði, að
Reuben og Lucien væru góðir og nýtir borgar-
ar.
Tíu ár liðu og Reuben var enn formaður á
verkstæðinu. Kaupið var hið sama. Hann
bjó í sama húsinu. Hann var í samskonar