Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Page 103
79
SÝN EÐA DRAUMUR.
Úr tímarltinu „Up to dato“.
Það bar alt í einu fyrir hana mynd, og sú
mynd var svo glögg, að hún gat vel ímyndað
sér, að hún vœri verulega sjónarvottur að veru-
légri athöfn á verulegu starfsviði.
Hann Páll hennar var kapteinn í einni her-
deildinni ensku, sem um þessar mundir var að
berjast við blóðþyrsta spillvirkja i fjallskörðum
tg gljúfrum nálægt norðvestur-takmörkum Ind-
fands. I raun og veru var hann þessvegna í
mörg þúsund mílna fjarlægð. en nú sá hún hann
og það. sem gerðist í grend við hana, eins greini-
lega og hann væri að eins fáa faðma frá
henni. Húnsá, hvar hann gekk fremstur í
broddi fylkingar og stefndi að klettaborg all-
mikilli fram undan. Uppi á þessu sjálfgerða
vígi og á dreif um urðina og stórgrýtið um-
hverfis voru uppreisnar-menn í felum, og úr
fylgsuum sinum sendu þeir látlausa kúlnahríð á
lið Englendinga niðri í brekkunni og dalnum.
Sjálfir voru þeir að heita mátti óhultir, þyí
björgin skýldu þeim svo vel, að ekkert sást nema
byssuopin og partur af höfðinu á meðan þeir
gægðust fyrir bjarghyrnu og hleyptu af byssun-
um.
Hún sá Englendinga falla, einn eftir annan,