Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Qupperneq 107
aði ekki, og hinn kurteisasti í framkomu sinni.
I stuttu máli vai- hann einn þeirra manna, sem
kvenfólki líst vel á og finst mikið til um, vegna
skinhelgis kurteisinnar, sem hann sveipaði sig í.
En svo hafði mörg stúlkan lsert að sjá hann út og
vissi, að hann bar litla vii ðingu fyrir sjálfum
sér og minni þó fyrir kvenfólki. ,,Eg heim-
sæki yður, Mrs. Eainton," sagði hann, ,,af því eg
hélt yður mundi ánægja i að sjá manninn, sem
liafði kaptein Grant í örmum sínum á meðan
hann var að deyja. Siðustu orðin, sem hann tal-
aði,v.oru á þessaleið: ,,Fær Miss Dainton kveðju
mína, og fullvissa hana um, að ást mín til henn-
ar sé sterkari en dauðinn.“‘ Það er sorglegt,
sorglegt, ogtrúið mér, Mrs. Dainton, að eg kenni
í brjóst um Miss Dainton.“
,,Svo það er þá engin von?“ sagði Mrs. Dain-
ton, spyrjandi. „Blöðin segja ekki, að hann sé
dáinn, heldur, að hann finnist ekki.“
,,Líkhans er ófundið," svaraði Joyce. ,,Við
neyddumst til að hopa og við áttum fult í fangi
með að ná þeim særðu með okkur. Þegar * við
síðar komum á orustusviðið, var lík hans horfið.
Hann hefur að líkindum verið ræntur og líki
lrans síðan verið bylt niður í einhverja gjótu.
Það er sorglegt alt saman, því það var ekki til
sá maður í lierdeildinni, sem ekki hefði lagt lífið
í sölurnar til að bjarga honum.“
í þessu gekk María inn í stofuna og tók
kveðju læknissonarins með kulda og án þess að
mæla orð. Samt leist honum á meyna, og miklu
hetur enda en hann hafði gert sér vonir um.
Augu hans sögðu þá sögu greinilega. Hanntók
þá umslag úr vasa sínum og úr því ljósmynd>
sem hann rétti að henni og sagði jafnfiarat: .,Eg