Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Side 115
91
aö eins hafa til þess op hátt á gaflinum. Saga
skal ísinn í sem jöfnust stykki, þanniglöguð, að
2 stykki lögð t. d. langs um hyljist af 3stykkjum
þvers um, og fylla vel allar glufur með molum,
að ísinn nái að frjósa í eina hellu. Is-stykkjum
16x12 þml. eða 12x8 þml. er liægt að hlaða á
þennan hátt. Sé þessu fylgt, má koma upp íshúsi,
sem kemur að fullum notum, fyrir fáa dollara.
Við ístökuna er þessa að gæta: Saga ísinn í
þurra frosti, í sem jöfnust stykki. Hægast er að
taka hann og fara með hann, er hann er 6-8 þml.
þykkur. Gólfið sé vel þurt og lofthelt. Hlað
stykkjunum sem þéttast saman, að þau verði
samfrosta, og þek vel alt i kiing, svo loftið
komist hvergi að ísnum. Veita skal þó hreinu
lofti inn, en gæta þess, að sól nái ekki að skína
á ísinn. Annað, sem þurfa þætti, getur hver og
einn haft að vildsinni.—[dairy produce.]
*
Sjónlauslr nnmn
eru fieiri á Rússlandi en í nokkru öðru landi.
Blindir menn í því eina ríki eru meira en heim-
ingi fieiri en í öllum öðrum Norðurálfu-ríkjun-
um til samans. Voru þeir nær 200 þúsund. ersíð-
asta manntal var tekið. Slæmu lofti í hýbýlum
sveitafólksins er um kent.
*
Ffrttu frimerki.
Á fyrstu póstfrímerkjunum, sem út voru
gefin á Englandi, var mynd af ungura pilti á
hestbaki. Hesturinn var á fullri ferð og dreng-
urinn þeytti lúður. Mynd þessi var líking af
sendiboðum Assýríu og Persa-konunga á fyrri
öldum. þegar skörp dagreið var á milli hrað-
boðastöðva, en hraðboðarnir ætíð ungir menn.