Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Side 116
92
QTálar Kleopötru fluttar til London
og JVetr l'ork.
Kleopötru-ndlarnar.—Svo heita tvœr miklar
steinsúlur, er Thotmes III. Egypta-konungur
lót reisa fyrir aöal-dyrunum á sólar-musterinu í
Sólarborg (Heliopolis) í Egyptalandi, eitthvað
um 1831 f. K. Það er ómögulegt að segja með
vissu, hve nner þær voru reistar, eða hver stóð
fyrir þeirri smíð. Menn geta aðeins giskað á
slíkt af myndrúnum þeim, sem á þær sjálfar eru
iiögnar. Súlurnar eru gerðar úr granit, sem
flutt hefur verið frá neðstu fossunum í Níl-fijót-
iuu. Eitthvað 200 árum eftir að þær voru settar
upp, eða um 1630 f. K., lét Rameses II. höggva
dýrðarsögu um sjálfan sig á súiurnar, og má
heita, að þær sóu alskrýddar þeirri Rameses-
dýrð. Tuttugu og þremur árum f. K. lét Ágúst-
us Rómverja keisari flytja súlurnar frá Helio-
polis til Alexandríu og setja upp í höll sinni
hinni miklu, er hann nefndi Cæsarium, en sem
nú er rúst ein skamt frá vagnstöðinni á járn-
brautinni, er liggurfrá Alexandria upptil Kairo.
Árið 1819 gaf Egyptalandsstjórn Bretum aðra
súluna, en af því enginn kunni ráð til að færa
klett-bákn þetta yfir hafið, varð hún ekki tekin
til London fyrr en 1878. Um þetta leyti fengu
Bandaríkin hina súluna að gjöf, og er nú önnur
þessi ,,nál“ Kleopöiru í London, en hin í New
York.
Það var mannvirki og það meir en smávægi-
legt, að flytja þessa miklu steina með fótstöllun-
um, sem þeim fylgja, og koma þeim í samt lag
aftur í hinu nýja heimkynni þeirra. Aðferð
Breta og Bandaríkjamanna við þetta stórvirki
var ein og hin sama, og gildir því ein lýsing fyr-