Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Síða 117
93
ir báðar súlurnar. Fyrst var að losa burt nærri
47 þúsund teningsfet af jörð, umhverfis fótstalli
inn,—þá að setja upp vélar til að lyfta súlunn-
og leggja hana flata á slóða mikinn, er hvíldi á
fallbyssu-kúlum, en þær ultu í fari á sporvegi úr
Stáli, er lá óslitinn frá rústunum fram á þiljur
skipsins, er færa skyldi þennan dýrmæta farm,
Næst var að taka upp fótstallinn og merkja hvern
stein, svo að hver stein-ögn yrði á sínum stað og
alt í sínum upprunalegu skorðum, er súlan yrði
reist upp aftur, í sínu nýja heimkynni. Var
þetta tafsamt verk, og það því fremur sem fjöldi
af steinum og áhöldum allskonar með myndrún'
um og einkennistáknum var í hólfum innan í
fótstöllunum og alt þurfti að merkja með hinni
mestu varkárni, til þess alt fengi sæti aftur þar
sem hinir upprunalegu smiðir gengu frá þvi,
Alls var súlan með fótstallinum um 1470 tons að
þyngd, Þegar skipið með súlurnarnáðiáfanga-
staðnum, var sama sporið, með sömu kúlunum,
lagt niður frá skipinu og á hinn ákveðna stað,og
eftir að búið var að koma fótstallinum í fornar
skorður, var súlan undin áfram eftir sporinu,
sem alt var upp á móti frá bryggjunni, svo að
það væri jafnhátt efri rönd fótstallsins. Hinn
gildari endi súlunnar vissi fram, og þegar að
fótstallinumkom.var járnreipum slegið um hana-
Vélunum var hleypt af stað og innan fárra stunda
sat þessi mikli steinn lóðréttur á sínum forna
grunni, óskemdur alveg eftir ferðavolkið,—Þessi
sporvegur í New York var 2 mílna langur, frá
Norður-á inn i Central Park, þar sem súlan stend-
ur. ,,Nál“ þessi var þar sett upp 16. september
1880,—réttum 2 árum seinna en hin í London.