Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1901, Blaðsíða 121
97
Helstu viðfburðir og mannalát
meðal Islendinga í Vesturheimi.
7- desember 1899:—Baldwin L, Baldwinson,
ritstjóri ,,Heimskringlu“, kosinn þingmaður
fyrir Grimli-kjördæmi á þing Manitoba-fylkis.
í byrjun júnímánaðar 1900 útskrifaðist af
læknaskólanum í Winnipeg, Brandur J. Brands-
son bæði sem M. D. og C. M. Hann er sonur
Jóns Brandssonar og Margrétar Guðbrands-
dóttur, er síðast bjuggju á Fremri-Brekku 1
Dalasýsluá íslandi. Fluttu vestur um baf 1878,
og hafa búið nálægt Garðar í Norður-Dakota.
En hún andaðist 14. júlí 1900,
Snemma í júnímánuði 1900 tóku burtfarar-
próf af háskóla Minnesota-ríkis í Minneapolis
þeir bræður Björn og Halldór Gislason. Bjðrn
tók próf í lögum.og var honum 8. s.m. veitt mála-
færslumanusleyfi (admitted to the bar); settist
hann að í bænum Lake Benton í Lincoln Co. í
Minnesota. Halldór tók artium yn-ól með lofs-
verðum vitnisburði, og ætlar að lesa lög. Þeir
eru synir Björns Gíslasor ar, bónda í Minnesota-
nýlendunni (frá Hauksstöðum í Vopnafirði).
Undir lok júnímánaðar 1900 tók próf i lög-
fræði við háskólann í Manitoba (bæði sem ,,Att-
omey“ og ,,Barrister“) Thomas H. Johnson,
með loflegum vitnisburði. Hann er sonur Jóns
Björnssonar, sem nú hýr á Baldur í Manitoba,
og fyrri konu hans Margrétar Bjarnadóttur, er
eitt sinn bjuggu á Héðinshðfða í Þingeyjarsýslu
á Islandi.