Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 34
22 ÓLAFVR 8. TBOROEIR8BON :
nauösynja og velferðarmál hennar væri þaö, aö stríöið
væri rekiö ósleitilega með því hermenskuatferli, er
dygði, og liðið búið út í það með dugandis áhöldum og
skotfærum. Málfrelsismúllinn var, vitaskuld, lagður
viö alþýöu á B'retlandi eins og hér í Canada og stríös-
löndunum í þágu ríkis og almennings-heilla, eins og
vant er að fóðra slíkt með. Northcliffe reif múlinn
af sér, þá er honum tóku að berast sannar og harla ó-
frýnilegar sögur af högum leiðangurs liðsins brezka, og
honum tannað að hafa það í hámæli. Það var vorið
1915 í maimánuði, að hann hélt fund með samverka-
mönnum sínum á skrifstofu blaðs sins, Daily Mail, til
að ráðgast viö þá um hvað gera ætti, þegja yfir sann-
leikanum fyrir alþýðu, eins og prentmáls eftirlitið fyr-
irskipaði, eöa óhlýðnastl því og segja hann í blaðinu.
Ráðstefnunni ægðu eftirköstin, sem það kynni að hafa
í för með sér, fangelsi, landráðakæra, henging eða tugt-
húsvinna, sem ekki ósjaldan eru umbun sannleikans.
Northcliffe lét það ekki á sig fá, -hann kvað upp úr-
skurðinn, að tíðindin skyldu koma út í blaðinu. Einn
af ritstjórum hans, reyndur og mikilsvirður, skaut því
þá að honum, að ráð væri að hafa bið við, því mikil
ábyrgð lægi við fyrir sjálfan hann. “Það er enginn
annar kostur fyrir hendi,” svaraði Northcliffe, “al-
menningur verður að fá að vita sannleikann. Látum
greinina koma út.”
Næsta dag, 21. maí, flutti Daily Mail greinina:
"Grátlega leiknir af tundurkúlum. Stóra skyssan
Kitcheners.” Þar var skýrt frá því, að brezku liði
væri slátrað í þúsundatali fyrir handónýtar tundurkúlur,
sem liðið væri vopnað með gegn Þjóðverjum, og Kitch-
ener, átrúnaðargoð þjóðarinnar, var gefin sök á þessu.
Það má nærri geta óhljóðunum og gauraganginum við
Northcliffe á eftir. Daily Mail var brent á björtu
báli á Kaupmannasamkundu Lundúna. Blöð, sem ann-
ars lágu í hárinu Jrvort á öðru, göluðu saman einum
rómi, að rétt væri að taka Northcliffe á Turninn og
skjóta hann fyrir landráð. Lessalir fyrir alntenning