Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 35
ALMANAK.
23
ruddu borð sín blööum hans; Punch dró hann upp i
rogaháöi, lét Jón Bola í myndinni vera aö troöa Daily
Mail undir fótum sér niður í forina; og fyrir auglýs-
ingar og sölu tók, svo skifti mörgum tugum þúsunda.
Viö öllu þessu var viðkvæðið hjá Northcliffe: “Betra
að missa kaupendur, en Bretaveldi fari á hausinn.” Það
var mál þeirra, sem tóku minst á, aö hann hefði ekki átt
að nefna Kitchener á nafn, heldur hella sinum dóma-
dags skömmum yfir hermálaráðgjafann. “Það er ekki
til neins að fara í kring um hlutina eins og köttur i
kring um heitt soð. Það dugar ekki nema nefna menn
og skella skömm þar, sem hún á heima. Kitchener er
hermálaráðgjafinn. Það er skylda hans að sjá um, að
herinn hafi almennnileg vopn, og það er alt og sumt,
sem eg sagði,” var anzinn hjá Northcliffe.
Hann sat við sinn keip, dugandis vopn handa lið-
inu og dugandismenn í stjórnarsætin til að sjá um það.
Bretar færðust í aukana, við ágauð hans, að vopna her-
inn nútízku stríðsfærum og nóg af þeim.
Þetta var ekki eina hviðan Northcliffe’s. Hann lét
livessa í hvert skifti, sem honum þótti stríðserindin
sleifaralega rekin, og rak ráðgjafa úr og í embætti eftir
því. Sagan mun gefa Northcliffe þann loflega vitnis-
burð, að hann hafi komið fótum undir dugandina með
’retum; og það dró mest til sigurs.
Northcliffe lávarður var fæddur í Chapelizod á
írlandi og heitinn Alfred Karl Vilhjálmur Harmsworth.
Pacir hans, Alfred Harmsworth, var- enskur, mála-
flutningsmaður. Hann hvarf heim til Dundúna þá er
erindum hans lauk á írlandi og sonur hans ólst upp hjá
honum í Hampstead, sem er við höfuðborgina. Hon-
um rann hugur til blaðamensku þegar á unga aldri Fað-
ir hans vildi að hann lærði lög og reyndi að fá hann til
að hyggJa af hinu með fortölum og með þvi að láta
sýna honum prentsmiðju fornfálega, svo hann mætti
sjálfur finna, hve girnilegur væri dauninn af vélaolíu
og nýprentuðum pappír til samans. Það æsti
æsti ekki nema löngun hans, svo gazt honum vel að sjá