Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 39
ALMANAK.
27
síður að Bretaveldi væri ekki neinn spilaturn, sem
hryndi niður, þótt þýski keisarinn hleypti brúnum.
Fréttaritarinn fór aftur til Þýskalands og var ekki
lítið hissa á, að tekið var vel í blaðið af málsmetandi
Þjóðverjum, er hann bar fyrirætlunina undir í kyrrþey.
Vitaskuld voru það ekki stríðs-junkerarnir. Það var
haldið að blaðið væri æskilegt í landsmálalegutilliti og
liklegt að borga sig. Svo yrði það ekki fyrir
Berlín eina saman, því sama daginn gæti það borist
um alt Þýskaland og til Svisslands, Hollands, Belgíu og
Rússlands innan 24 tima.
Prentsmiðja var fáanleg hæfileg blaðinu, enginn
hörgull á tíðindum handa þvi, og auglýsingafróðir
menn héldu að þvi mundi verða vel til með auglýsingar.
Fáum vikum síðar hvarf fregnritarinn aftur til
Lundúna og hafði þá með sér prentað útgáfusýni af
Berlinar Daily Mail, til að bera undir Northcliffe.
Northcliffe líkaði það ágætlega og kallaði félagsstjórn-
ina á fund, til að ræða um blaðsútgáfuna. Þar mætti
hún mótblæstri. Parísar Daily Mail, var þá nýfarið
að bera sig eða gera betur, og þótti sjálfsagt ekki hyggi-
legt fjárhagslega, að skáka upp keppinaut við það í Ber-
lín, og lauk fundinum svo, að engin varð niðurstaðan.
“Gefum ekki um það”, sagði Northcliffe við fregnrit-
ann, “þeir kompánar mínir eru með hugann við hluta-
skamtinn, undiú asklokinu, en eg er með hugann allan
við striðið. Við fáum Berlínar Daily Mail á endanum”.
Fyrirtækið komst þó aldrei lengra. Northcliffe átti
ekkert við að stöðva stríðið með blaðaútgáfu úr því, og
sjö mánuðum síðar skall bylurinn á úr Þýskalandi. En
þótt ekkert yrði úr þessu áformi, þá lýsir það North-
cliffe, hugviti hans og háttum, betur ef til vill en nokk-
uð annað, sem hann kom í framkvaemd með samtíð
sinni. — Northcliffe hafði forsögn fyrir ritstjórn blaða
sinna dagsdaglega. Hún var fólgin í því að hann
sendi Haðstjórn sinni á hverjum degi, þegar blaðið var
út komið, nokkurskonar palladóm um blaðið og tíndi
þar í jafn vel hina rninstu smámuni; eru þessir palla-