Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 42
30
ÓLAFUR 8. THORGEIRSSON :
a'öal atriöiö hjá honum. Hann baö' aldrei um vitnis-
burö eöa meðmæli og fór ekkert eftir þeim um þaö,
hvort maöurinn mundi duga í stöðuna; heldur eftir þvi
hugboði, sem hann fékk af samtali viö manninn sjálfan
og honum skaust aldrei um það. Hann borgaði mönn-
um sinum vel. Hann sagðist borga hátt kaup og góð
laun, blátt áfram af “upplýstri eigingirni'’. Hann
hækkaði kaup við menn sina, þá sem voru þess mak-
legir af sjálfsdáðun; rak það í þá og beið þess aldrei,
að vera beðinn þess. “Dugandismenn eru sjaldgæfir.
Mitt er að halda í þá”, var eitt af orðtækjum hans.
Hann var og raungóður mönnum sinum í öðrum grein-
um.
Prentsvertuvddi hans gerði sjálfan hann að vis-
kánt og hann beitti þvi eins til að útvega samverka-
mönnum sínum sæmdir og tittla. Þegar hann var skip-
aöur formaður striðsnefnarinnar til að kaupa i Banda-
ríkjunum nauðsynjar handa leiðangursliðinu breska í
Frakklandi 1917, þá þurfti hann, að hafa mann til að
annast einkasímin til sín, þeim sem hann vel tryði því
sýslan var stór, kaupin þetta 80 milljónir dala á viku og
þagmælskan áríðandi. Hann tók símasviftisstúlku frá
Daily Mail meö sér til þess, og lét gera hana síðar O.
B. E. — offíséra Bretaveldis orðunnar — fyrir frammi
stöðu hennar. Einn vikadrengur hans, sem var, er nú
barón, og ein tylft af fréttasnötum hans og ráðsmönn-
um eru orðnir riddarar. Laföi Northcliffe, sem kost-
aöi af sínum eigin efnum stórmikinn stríðsspítala, er
stórkross-dama Bretaveldis-orðunnar, og bræður North-
cliffe eru: einn viskánt, tveir barónar og hinn þriðji
ótitlaöur, deildarstjóri utanrikismála ráðuneytisins.
Northcliffe gaf og eftirlaun fyrir lífstíð fjölda-
mörgum af verkamönnum sínum, þegar þeir voru þrotn-
ir fyrir aldurssakir eöa slit í þjónustu hans.
í ritdeilum var Northcliffe hinn mesti berserkur,
og hliföarlaus, eins og það væri engin tilfinning til í
honum, þó var hann sjálfur orðsár í meira lagi, því
skáldsöguna London lávarður, keypti hann upp hvert