Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Síða 50
38 ÓLAFUR 8. THOROEIR8SON :
ið henni; hafSi sagt henni, aS hún skyldi heldur gefa
hann þeim, sem hefSi tíma til aS drekka úr honum, og
beSiS hana aS liúka einhverntíma viS aS skenkja þetta
kaffi.
Ragnhildur var henni þó indæl húsmóSir. Af
þeim þremur húSmæSrum, sem hún hafSi veriS hjá, frá
því hún seytján ára gömul kom á þennan bæ, var hún
sú lang besta.
Aldrei lét hún stygSaryrSi falla til hennar. Og
margan góSan kaffisopan hafSi hún fengiS hjá henni
aukretis, þegar hún var aS þvo, eSa kom köld heim af
engjunum. Kaffi var þaS besta, sem hún gat fengiS.
Svo var nú sjálft uppáhaldiS hennar, hann Runi litli.
Hann hafSi staSiS viS borSiS í dag, þar sem hún var aS
hnoSa deigiS, og hún hafSi ýtt honum hryssingslega til
hliSar, og spurt meS þrjósku, hvort hann vildi ekki
fara upp á borSiS. En hann fyrirgaf henni nú, Svo
var þaS bóndinn á bænum.
í morgun hafSi hún gengiS fram hjá honum á hlaS-
inu, og hann hafSi boSiS henni góSan daginn, ofur hlý-
lega, en hún hafSi af ástæSulausri geSvonsku ekki svar-
aS honum. H'ann hafSi þó altaf veriS svo góSur viS
hana. GefiS henni leyfi til aS vera í þessari stofu, sem
henni þótti svo vænt um, sem hún hafSi nú veriS í nærri
þrjátíu ár. Annars hafSi hann ætlaS aS rífa hana.
Hann hafSi sett í hana glugga, gegnt austri og vestri, sá
stóri gegnt suSri var þar áSur, og var í sjálfu sér meir
en nógu stór fyrir stofukrýli eins og þetta.
Hann hafSi heyrt hana segja viS eitt af börnunum,
aS hún vildi helst búa í turni, þar sem hún gæti séS til
allra hliSa, og notiS náttúrufeguröarinnar sem best.
Þá hafSi hann sett þessa glugga í, — því gat hún aldrei
cdeymt. Engan mann hafSi hún unniS fyrir af jafn-
fúsum vilja, og meS jafn einbeittum áhuga, eins og
hann.
Já, hún átti sannarlega ekki betra skiliö, en aS deyja
vfirgefin af öllum. GuS hlaut aS vera óskiljanlega
gæskurikur, ef hann nokkurntíma gæti fyrirgefiö henni.