Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 55
ALMANAk.
43
tel Hetjumeyjarinnar. Margur er líka maSurinn í
litla þorpinu, sem léttir undir framfærsluna á sér og
sírium, meS munnmælasögum af Jóhönnu frá Örk, og
bætir fúslega mörgum franka viS í budduna sina meö
þvi, aö sýna gestum þær fáu menjar, sem enn eru til
frá dögum þeim, er hún var uppi.
Fyrst veröur manni fyrir, aö ganga að húsi Jóhönnu
frá Örk, þar sem geymt er safn helgra leifa og hsta.
Antole France, sem ábyggilegastur er allra nútíðar æfi-
söguritara Meyjarinnar, skýrir oss frá, að hús þaö> sem
faðir, móðir og fimm börn með ættamafninu d’Arc
Ljuggu í, hefði verið rifið fyrir nokkrum öldum. Húo-
ið, sem í stað þess kom, er einnig úr sögunni, og nú er
safnhúsið, sem eitt sinn hafði verið heimili fjölskyldu
af stofni þeirrar ættar, i fylsta máta viðunanlega fornt,
hvað sem öðru líður og — furðu skrítið: með skáhöll-
um göflum og gluggum, afar forneskjulegum til að sjá,
er blasa andspænis við minnisvarða þeim, sem þjóðin
hefir reist Meyjunni: —
Jóhanna í móðurörmum Frakklands.
Minnisvarða þessum, hafa margir ágætustu menn,
víðsvegar um heim, sýnt hina dýpstu lotningu.
Bóndinn, sem þú hefir fengið þér til fylgdar, sýn-
ir ])ér næst St. Remy kirkjuna, sem nú er búið að hres.^a
við; prýða nýjum gluggum og myndum. Sérstök