Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 66
til landnámssögu íslendinga
í Vesturheimi
SA FN
ÞÁ TTUR
ÍSLENDINGA í ÁLFTÁRDAL.
Norðantil í Manitoba vestur undir Saskatchew-
an, hér um bil 300 mílur norð-vestur frá Winnipeg;
liggur hérað, sem heitir Swan River dalur. Á
íslensku mætti nefna hann Álftárdal. pessi dal-
ur er mjög líkur öllum hinum svo nefndu “dölum”
á sléttlendinu mikla um miðbik Norður-Ameríku;
þeir eru lægra sléttlendi meðfram ánum, sem tak-
markast á tvær hliðar af hæðum, sem myndast á
þann hátt, að landið fer ait smáhækkandi. Djúp-
ir dalir eru ekki til nema j?ar sem há fjöll eru, og
þess vegna er ekki um eiginlega dali að ræða á af-
ar víðáttumiklu sléttlendi, heldur stórar lægðir,
sem fylgja árfarveginum. Álftárdalurinn liggur
milli Andafjallanna (Duck Mountains) svo nefndu
að sunnan, og Broddgaltarhæða (Porcupine Hills)
að norðan, en fyrir enda hans að vestan stendur
þrumuhóll (Thunder Hill) líkt og gafl. Allar >ess-
ar hæðir eru lágar, þæa* eru fyrsta þrepið í hækk-
un landsins frá vesturhluta Manitoba og vestur
undir Klettafjöll. En þótt hæðirnar séu lágar,
gefa þær samt landslaginu all mikinn svip, sem
skortir svo tilfinnanlega, þar sem landið er lægst
og flatast í Manitoba.
Álftárdalurinn er meira en 60 mílur á lengd og