Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 87
ALMANAK.
76
nefndi bæ sinn þar Finnsmörk og bjó þar til vors-
ins 1881, er hann fluttist suður til Dakota og nam
land skamt frá Akra. par dvaldi hann til 1899, er
hann fluttist til Álftárdalsins og nam þar land enn
á ný 10 mílur norðaustur af þar sem nú er Swan
River bærinn. Voru þar um það leyti og síðar
nokkrir íslenzkir búendur, sem nú eru farnir, svo
að á þeim stöðvum er ekki eftir nema ein íslenzk
fjölskylda. Finnur var 76 ára gamall, er hann
dó 25. október 1914. Hann var hraustmenni mikið
og dugnaðarmaður. Kona hans hét Jarðþrúður,
dótir Eyjólfs bónda að Litla Snæfelli í Suður-Múla-
sýslu. Hún dó tæpu ári á undan honum. Tvær
dætur þeirra Finns og Jarðþrúðar eru á lífi: Borg-
hildur, gift Jóhanni Sveinssyni í Bowsman, og Anna
Kristbjörg, gift Jóh. Finnssyni Laxdal. Ein, Guð-
finna að nafni, kona Björns G. Finnssonar, er bjó
nálægt Akra í N.-Dak., dó fyrir þremur árum, og
önnur dó bam að aldri í Nýja íslandi, úr bólunni.
Sonur Finns er Bjami Finnsson... Hann bjó
skamt frá föður sínum í tíu ár, en fluttist svo til
Swan River bæjarins og hefir dvalið þar síðan.
Hefir hann á hendi póstflutninga og stundar garð-
yrkju á sumrin. Kona hans er Júlíana Málfríður
Jónasdóttir Daníelssonar. pau eiga nokkur börn á
unga aldri.
Jónas Daníelsson.—Hann er ættaður úr Dala-
sýslu og bjó á Borgum á Skógaströnd áður en hann
fluttist til Ameríku. Vestur um haf kom hann ár-
ið 1888, settist þá að á Sandhæðunum svo nefndu
suður frá Akra, en fluttist þaðan eftir nokkur ár
til Mouse River bygðarinnar. par bjó hann 8 ár, til
1901,. er hann fluttist til Álftárdalsins. par nam
hann land 5 mílur austur frá Bowsman (næstu
járnbrautarstöð fyrir vestan Swan River) og bjó
þar um hríð. Heimilisréttarland sitt seldi hann og