Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 89
ALMANAK.
11
Hrappsteð. J?ar hefir hann búið síðan. Kona hans
er Guðbjörg Valmundsdóttir frá Forsæti í Vestur-
Landeyjum í Rangárvallasýslu.
Finnur Laxdal, albróðir Guðmundar, kom til
Ameríku árið 1900 og hefir ávalt síðan dvalið í
Álftárdalnum, að undanteknum tveimur árum, er
hann dvaldi í pingvallabygðinni. Hann býr tvær
mílur frá Bowsman. Kona í'inns er herdís Magn-
úsdóttir frá Hraunholti í Kolbeinsstaðahrepp.
Börn þeirra hér í landi eru: Jörundína, gift enskum
manni, McCorrel að nafni; Soffía og Ólafur heima
og Jóhann Kristján, búsettur í Bowsman. Jóhann
nam land skömmu eftir 1900, er hann kom til
Ameríku, en fluttist til bæjarins fyrir fimm árum.
Kona hans er Anna Kristbjörg Finnsdóttir Bjarna-
sonar, eins og áður hefir verið getið.
Stefán Björnsson frá Giljum í Jökuldal kom til
Ameriku 1873. Hann dvaldi 10 ár í Muskoka í Ont-
ario og fluttist þaðan til Norður Dakota. Árið 1901
kom hann til Álftárdalsins frá Pembina og nam þar
land. Hann dó í Vancouver 1911. Kona hans, sem
er enn á lífi, heitir Margrét Guðmundsdóttir og er
ættuð af Akureyri. Börn þeirra eru: Björn, bóndi
í Wfndhurst, Sask., giftur norskri konu; Mable,
gift cnskum manni, Cook að nafni, sem býr í Álft-
árdalnum, og Stefán og William, sem búa á föður-
leifð sinni.
Jóhann Sveinsson.—Hann er fæddur á Bálka-
stöðum í Hrútafirði. Foreldrar hans, Guðmundur
Sveinsson og Lilja Oddsdóttir, bjuggu síðast á
Stóru Hvolsá í Strau.dasýslu. Jóhann fluttist til
Ameríku 1887 og settist þá að í Norður Dakota í
grend við Hallson. Dvaldi á ýmsum stöðum í Da-
kota 12 ár og fluttist til Álftárdalsins og nam land