Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Page 91
ALMANAK.
79
hann ýmsa bæjarvinnu, í sögunarmylnu og við
kjötsölu. Fyrir 10 árum fluttist hann til Álftár-
dalsins og nam land ,>ar 10 mílur frá Bowsman.
Kona Jóns, er Guðríður Jónsdóttir, frá Hamra-
koti í Andakíl. rétt hjá Hvanneyri. Foreldrar
hennar, Jón Sigurðsson og pórunn ólafsdóttir,
bjuggu þar.
Synir Jóns og Guðríðar eru: Ingimundur, tal-
símamaður í Churchbridge, Jón, yfirmaður við
verksmiðju í Brandon, Sigurrós, hjúkrunarkona í
Rauðakrossinum, pórður, námsmaður við Mani-
toba háskólann og Sezelja, sem stundar kvenhatta-
sölu í Aberdeen í Washington. Fjögur yngri
systkyni eru heima.
Sigurður J. Sigurðsson
er fæddur á Ásólfsstöðum í Árnessýslu árið 1877.
Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, úir Bárðar-
dal í pinjeyjarsýslu og pórunn ólafsdóttir. Sig-
urður fluttist til Ameríku 1888. Fyrstu tvö árin
dvaldi hann í Norður Dakóta, og fluttist svo þaðan
að Narrows við Manitobavatn. Faðir hans bjó
þar. Frá Narrows fluttist Sigurður til Álftárdals-
ins 1898 og nam þar land. Var þar 5 ár í það
skifti; fluttist til Winnipeg og var þar 12 ár; síðan
aftur til Álftárdalsins 1918.
Kona Sigurðar er Eggertína Sigríður Eggerts-
dóttir, Jónssonar Árnasonar frá Leirá. Hún er
fædd á Hrafnabjörgum í Hörðudal 1882, systir
Jóns Eggertssonar, sem frá hefir verið sagt hér að
framan. Börn þeirra: Eggert, Leó, Percival, Sig-
ríður, Árni.
Kristján Kristjrnsson Skagfjörð. — Hann mun
hafa verið ættaður úr Skagafirði, en átti heima í
Eyjafirði lengst af meðan hann dvaldi á íslandi.
Fluttist til Ameríku árið 1876, og dvaldi í Nýja ís-