Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 94
82
ÓLAFVR 8. THORGEIRSSON :
ist hann til Winnipeg og síðar til Baldur ,þar sem
hann á nú heima. Kona hans, er Ingibjörg Jóns-
dóttir, Jónssonar frá Gilsárstekk í Fáskrúðsfirði,
og er hún hálfsystir konu Árna bónda Sveinssonar
í Argyle.
Einar J. Breiðfjörð. — Hann mun vera ættað-
ur úr Dalasýslu. Kom til Ameríku 1888. Átti
heima í Mouse River bygðinni. Fluttist til Álft-
árdalsins 1901 og nam land. Bjó >ar til 1905.
Fluttist þá aftur til Dakóta, og á nú heima í Upham.
Kona hans er Guðný Jónasardóttir, Daníelssonar.
Einar var einn af frumkvöðlunum til lestrafélags-
stofnunar meðal fslendinga í Álftárdalnum.
Eggert Friðrik Sigurðsson. — Hann er fæddur
í Winnipeg, sonur Guðna Sigurðssonar úr Borgar-
firði, bróður Sigurðar Sigurðssonar, er lengi bjó á
Svignaskarði og síðar á Rauðamel. Móðir Eggerts
var Halla Ingveldur Eggertsdóttir, systir Árna
Eggertssonar og þeirra systkyna. Eggert ólst upp
í Winnipeg og norður við Narrows, og Deerhom,
har sem móðir hans bjó með síðari manni sínum,
Gísla Lundal. Árið 1914 settist hann að í Álftár-
dalnum, og keypti land þar. par hefir hann búið
síðan. Kona Eggerts heitir Sigurlaug, dóttir Á-
gústs Vopna. pau giftust 1915.
Gísli Jónsson, ættaður úr Hrútafirði, fluttist
í Álftárdalinn fyrir fjórum árum og kom þá frá
Mouse River. Kona hans heitir Kristín Jóhanns-
dóttir. Dóttir þeirra, sem Gróa heitir, er gift ensk-
um manni; og önnur dóttir Gisla af fyrra hjóna-
bandi er gift írskum manni í Mouse River. Gísli
býr í grend við Bowsman.