Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Blaðsíða 95
ALMANAK.
83
Jón Sæmundsson, fæcldur á Loftsstöðum í
Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. Hann kom til
Ameríku árið 1900. Dvaldi í Winnipeg til 1907,
bjó síðan í Grunnavatnsbvgð hálft annað ár, og síð-
an á Oak Point 4 ár. Jón fluttist til Swan River
bæjarirns frá Oak Point. Hann stundar trésmiði.
Jón er kvæntur Jónu Aðalbjörgu, dóttur Gunnars
Helgasonar. pau eiga 6 börn, sem eru öll í æsku.
Guðrún Hannesson, móðir Jóns, býr ein út af
fyrir sig skamt frá Swan River. Hún fluttist
þangað frá Oak Point fyrir fimm árum. Guðrún
er ekkja Jóns Hannessonar, sem lengi bjó í Grunna-
vatnsbygð. Hún er ættuð úr Skaftafellssýslu, og
hefir verið alllengi hér vestra.
pórður Jónsson, ættaður úr Norðurárdal í
Borgarfirði, kom til Álftárdalsins árið 1899. Hann
bjó þar ail lengi á ýmsum stöðum, og síðast í grend
við Minnitonas. Kona hans heitir Margrét Jóh-
annsdóttir. pau eiga nú heima í Riverton.
ögmundur Guðbrandsson, ættaður úr Snæfells-
nessýslu, hefir nýlega keypt lönd skamt frá Jóni
Hrappsteð og býr þar. Hann kom frá fslandi fyr-
ir hérumbil 10 árum, og bjó nokkur ár í grend við
Árborg.
Auk þeirra íslendinga, sem hér hafa verið tald-
ir, eru nokkrar íslenzkar konur, sem giftar eru
enskumælandi mönnum, búsettar hér og þar í grend
við Swan River, og aðra staði þar umhverfis, að
sögn. Eru þær, sem vænta má, að mestu leyti
utan við alt félagslíf meðal fslendinganna, þótt á
hví séu undantekningar. pannig er kona ein ís-
lenzk í Swan River, Mrs. Wilson að nafni, sem tek-