Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1923, Side 96
84 ÓLAFVR 8. THORGEIRSSON :
ur fullan ;þátt í íslenzku félagslífi, eftir því sem
föng eru á, þótt gift sé enskum manni.
peir, sem hér hafa verið taldir, eru ekki allir
landnemar í strangasta skilningi. En sjálfsagt
hefir þótt, að geta allra, sem unt var að fá einhverj-
ar upplýsingar um. Mlá bæta við tveimur ungum
mönnum, sem búa skamt frá Bowsman. Eru þeir
heimkomnir hermenn, sem settust þar að eftir
stríðið. Heitir annar þeirra Stefán Einarsson,
sonur Sigurðar Einarssonar, hreppstjóra á Hánefs-
staðaeyri í Seyðisfirði (ættaður frá Sævarenda í
Loðmundarfirði) og Arnbjargar Stefánsdóttur frá
Stakkahlíð í Loðmundarfirði, sem nú er til heim-
ilis hjá dóttur sinni nálægt Árborg. Hinn heitir
Hermann Jónsson Hjálmarssonar frá Brekku í Mjóa-
firði. Vera má að fleiri fslendingar séu til á þess-
um slóðum, eða hafi verið, en sé fram hjá einhverj-
um gengið, þá er það óviljandi, og eru hlutaðeigend-
ur beðnir velvirðingar. Vegna þess, að tími var
mjög naumur var ekki unt að fá margar upplýsing-
ar. Væri æskilegt, að ef einhver hefir verið und-
an skilin, þá væri útgefanda almanaksins gjört að-
vart, svo að þeirra yrði getið síðar í viðbæti.
Eins og gefur að skilja, getur ekki verið um
margháttaðan félagsskap að ræða með þessum fáu
fslendingum, sem búa í Álftárdalnum. peir eru
þar í stórri bygð af annari þjóða fólki, og eru þar
að auki mjög dreifðir. Má furðu gegna, að þess-
um fslendingum, sem þar eru, hefir tekist að halda
uppi söfnuði, lestrarfélagi og kvenfélagi. Söfn-
uðinn stofnaði séra Pétur Hjálmsson. Tilheyrir
hann kirkjufélaginu lúterska, og heyra víst flestir
fslendingar í bygðinni honum til. Prestsþjónustu
nýtur söfnuðurinn einn mánuð á hverju sumri, og
hafa ýmsir af prestum kirkjufélagsins, þar á meðal
séra Steingrímur N. porláksson, séra Guttormur
Guttormsson og séra Jóhann Bjarnason látið þessa