Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 20
22
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
og Miss Lauga Geir. Núverandi embættismenn deildar-
innar eru: Mrs. Einarson, forseti, Mrs. Christian Geir,
vara-forseti og Mrs. S. Steinólfson, féhirðir. Mrs. Ólafson,
sem er nýlátin, þegar þetta er samið, var ritari deildar-
innar.
Hafa íslenzku konurnar í umræddri deild, eins og
þeii-ra var von og vísa, einkum látið sér um það hugað
að halda á lofti minningu íslenzku landnámskvennanna
á þeim slóðum, enda er þar um að ræða mæður þeirra
eða ömmur.
Með það fyrir augum hafa frumherjadæturnar unnið
það ágæta verk að safna æviþáttum landnámsmæðranna,
og er það verk nú langt á veg komið; eru þær nú famar
að safna ævisögum landnámsfeðranna. Má það vera öllum
ljóst, að slík viðleitni hefir mikið sögulegt gildi.
Þá hafa þessar íslenzku frumherjadætur átt hlut að
því, að fundir héraðsfélags þeirra hafa stundum verið
helgaðir Islandi og Islendingum sérstaklega, og hefir við
slíkt tækifæri, eins og ágætlega átti við, verið rakin saga
íslenzka landnámsins í Pembinahéraði, bæði í ræðum og
söng, í sögulegum svipmyndum og með sýningum af
minjagripum og munum af öðru tæi, sem landnemamir
fluttu með sér heiman um haf og varpa ljósi á starfshætti
þeirra og menningu.
En frumherjadæturnar í Norður-Dakota hafa ekki
látið þar við lenda. Þær hafa einnig, með forsjálni og
ötulleik, komið því í framkvæmd, að landnemunum í
Pembinahéraði hafa verið reistir minnisvarðar á þessum
stöðum: Walhalla, Pembina og Mountain. 1 allsherjar-
nefnd þeirri, sem framkvæmdir hafði í þessu minnis-
varðamáli áttu sæti af hálfu íslenzkra kvenna þær Mrs.
Ólafson og Mrs. Einarson, Mountain, og Mrs. Eggert
Erlendson, Hensel.
Minnisvarði íslenzku frumherjanna, sem reistur er að
Mountain, var afhjúpaður með mikilli viðhöfn og að við-