Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 118
120
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Almennasjúkrahúsinu í Winnipeg. Fæddur á Kálfafelli í Suð-
ursveit í Austur-Skaftafellssýslu 2. nóv. 1867. Foreldrar: Sig-
urður Sigurðsson og Bergþóra Einarsdóttir. Flutti vestur um
haf til Winnipeg 1903, en hafði síðan 1906 verið búsettur í
Oakview-byggð.
8. Guðjón Johnson, á sjúkrahúsi í St. Boniface, Man. Fæddur í
Reykjavík 17. nóv. 1872. Kom til Vesturheims 1910 og hafði
lengstum verið búsettur í Winnipeg.
9. Ólafur Jónasson, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fædd-
ur í Flatatungu í Skagafirði 11. sept. 1871. Foreldrar: Jónas
Kristjánsson og Kristrún Kristjánsdóttir, er bjuggu á Hring í
Blönduhlið. Kom til Vesturheims aldamótaárið og hafði um
langt skeið verið bóndi í Árnes-byggð í Nýja-íslandi.
17. Símon Johnson, í Winnipeg, Man., 68 ára að aldri. Fluttist
til Winnipeg fyrir 51 ári og hafði starfað í þjónustu Canadian
National járnbrautarfélagsins í 48 ár.
18. Sigrún Hildigerður Gíslason, á Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg, Man.
28. Arnþóra Kernested, kona Jóhannes Kemested, bónda í Nar-
rows-byggðinni við Manitoba-vatn, á sjúkrahúsi í Eriksdale,
Manitoba.
OKTÓBER 1949
8. Kristján Ólafsson (sonur Kristjáns Ólafssonar lífsábyrgðarum-
boðsmanns), að heimili dóttur sinnar, Mrs. D. W. Pekary, í
St. Boniface, Man., 63 ára gamall.
10. Ólafur J. Ólafsson, að heimili sínu í St. Vital, Man., 85 ára að
aldri. Hann var ættaður frá Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu
og hafði dvalið langvistum vestan hafs.
17. Kristín Erlendsson, kona Péturs Erlendssonar, að heimili dótt-
ur sinnar, Mrs. S. Travis, í Winnipeg, Man. Ættuð úr Dala-
sýslu, fædd 20. maí 1875. Kom til Vesturheims með foreldrum
sínum, Jóni Þórðarsyni og Guðrúnu Jónasdóttur, árið 1876.
30. Vilborg Jónsson, að heimili sínu í Winnipegosis, Man., um 68
ára að aldri. Foreldrar: Jón Jónsson, Runólfssonar skálds í
Dilksnesi, og Þórdís Halldórsdóttir bónda í Volaseli. Fluttist
með foreldrum sínum vestur um haf frá Fornustekkum í
Hornafirði 1893, er settust fyrst að í Isafoldarbyggð en síðar
í Framnesbyggð í Nýja-íslandi.
NÓVEMBER 1949
1. Ólöf Sigurveig Jónsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar frá
Fossvöllum í Jökulsárhlíð, að Lundar, Man., fullra 78 ára að
aldri. Fædd á Þjófstöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Var um langt skeið búsett í Siglunessveit við Manitoba-
vatn.
5. Jóhanna Brandsson, kona Hjartar Brandssonar, að heimili sínu
í Winnipeg, Man., 71 árs að aldri.