Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 40
42
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
hér í Wynyard; Alfred Óli, starfsmaður hjá sama félagi,
kvæntur Pearl Halldórsdóttir Bardal, eiga heima hér í bæ.
Ásgeir og Sigríður eru vafalaust elztu Islendingar hér
í byggð, hann nú, þegar þetta er ritað, 95 ára, en Sigríð-
ur þrem árum yngri. Hún er nú oft lasburða fyrir elli
sakir, en hann em og furðulega frár á fæti, enda hefir
honum ætið verið létt um spor; en sjónin er nú óðum að
þverra. Um hann hefir oft verið sagt í gamni, að hann
væri yngstur allra gamalmenna, og er það ekki fjarri
sanni.
Sigurður Jónsson Axdal frá Öxará (Axará) í Suður-
Þingeyjarsýslu; kona hans var Sigurveig Jóhannesdóttir;
fluttust hingað frá Garðar, N. Dak., 1905, nú bæði látin
fyrir mörgum ámm. Dóttir þeirra, Sigurbjörg að nafni,
er nú til heimilis í Winnipeg.
Sigurjón Jónsson Axdal, bróðir Sigurðar. Foreldrar
þeirra vom Jón Jónsson Bergþórsson og kona hans Sigr-
íður Halldórsdóttir, er bjuggu að Öxará. Kvæntist 1880
Guðrúnu Aðalbjörgu. Fluttust til Ameríku 1889 og hing-
að frá Garðar, N. Dak., 1905.
Þeirra synir: Jón, kvæntur Rúnu Ingimundardóttur
Levi, eiga heima í Cavalier, N. Dak.; Hallgrímur og Sig-
urgeir hér í Wynyard (þeirra er getið í þáttum Jóns Jón-
sonar frá Mýri, Alm. Ó.S.Th. 1919); og Þórður, er einnig
var landnemi hér; kona hans var Jóna Sigurðardóttir
Krákssonar og Kristínar Jónínu Þorsteinsdóttur, er bjug-
gu nálægt Eyford, N. Dak. Þórður er nú látinn fyrir
löngu, en ekkjan flutt til Vancouver, B.C.
Ólafur Hall. Foreldrar: Hallgrímur Ólafsson og Sigr-
íður Jónsdóttir frá Fremstafelli í Köldukinn í Suður-
Þingeyjarsýslu. Kona hans Kristrún Jónsdóttir frá Öxará
í Þingeyjarsýslu. Fluttust hingað frá Winnipegosis, Man.,