Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 61
ALMANAK
63
hjálms Stefánssonar heimskautafara og þeirra systkina,
fluttist hingað frá Milton, N. Dak., 1904. Kvæntist nok-
krum árum síðar Guðfinnu Sigurlín Sigfinnsdóttur Finns-
sonar, en missti hana eftir liðlega eins árs sambúð; hún
dó úr landfarsóttinni 1918.
Jóhannes var skýrleiksmaður, skemtinn í viðræðum
og fróður vel, líklegast víðkunnasti Islendingur, sem
hingað hefir flutt. Hann dó 1943.
Sigfinnur Finnsson Eiríkssonar frá Álptavík í Borg-
arfirði eystra. Kona hans var Sigurlaug Jóhannesdóttir.
Fluttu hingað frá Milton, N. Dak., 1905. Þeirra böm:
Vilhelm Fritz, Finnur og Guðfinna Sigurlín, er giftist
Jóhannesi Stefánsson, er að ofan var getið.
Guðmundur G. Goodman. Foreldrar: Guðmundur
Guðmundsson frá Skáney í Reykholtsdal og Jóríður
Grímsdóttii' frá Grímsstöðum í Borgarfirði syðra. Kona
Guðmundar Goodman var Pálína Pálsdóttii', fædd á Mar-
bæli í Óslandshlíð í Skagafirði. Þeirri börn: Victor, kom-
kaupmaður í Gunworth, Sask.; Mae Elísabet, skrifstofu-
stúlka hér í Wynyard; og Sigrún, skólakennari í Van-
couver, B.C. Þau Guðmundur og Pálína fluttust hingað
frá Milton, N. Dak., 1904, nú bæði dáin.
Jón Hallgrímsson. Foreldrar hans voru Hallgrímur
Hallgrímsson og Secilia Þorsteinsdóttir að Vík í Flateyj-
ardal. Kona Jóns var Sigríður Sigfúsdóttir Bergmann.
Þau giftust að Garðar, N. Dak.; eftir tuttugu ára dvöl
þar fluttu þau til Warrenton, Oregon, og tveim ámm síð-
ar hingað, eða árið 1905. Þeiira börn eru:
1. Valgeir Bergmann; 2. Sigfús Þórarinn; 3. Valgerð-
ur Elísabet, hennar maður hérlendur, eiga heima vestur
á Kyrrahafssti-önd; 4. Þómnn Ólöf; 5. Aldís Soffía, ekkja
Jónasar Pálssonar Eyjólfssonar (d. í Wynyard 21. febr.