Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 66
68
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ion), hér í Wynyard; 6. Ólína (Mrs. Hill), Saskatoon,
Sask.; 7. Sigurjón, kvæntur Dorotliy Gillis, hér í Wyn-
yard; 8. Bjöm, kona hans hérlend, þeirra heimili að
Kelso, Sask.; 9. Violet, kona Gunnlaugs Magnússonar
Magnússonar, í Wynyard; 10. Loretta, kona Gunnlaugs
Jónassonar Jónssonar, í Wynyard; 11. Lilly, kona Friðriks
Davidson, einnig í Wynyard.
Jón er nú hniginn að aldri og til heimilis hjá bömum
sínum hér, en Jensína dó um haustið 1948.
Landnemar í Township 31, Range 16.
Næst fyrir sunnan þá landnema, sem taldir eru hér
að framan, en litlu síðar, námu þessir lönd:
Jón Jónsson Garðar, fæddur að Görðum á Álftanesi.
Kona hans hét Guðrún Sveinbjörnsdóttir Sveinbjöms-
sonar, dáin hér í Wynyard 1918. Þeirra dóttir er Margrét
kona Péturs Hallgrímssonar Thorlacius, getið hér að
framan. Þessi hjón munu hafa verið fyrir stuttu komin
frá íslandi, þegar þau settust hér að. Jón lést 11. janúar
1946.
Hannes Benediktsson, fæddur í Grísatungum í Mýra-
sýslu. Foreldrar: Benedikt Jónsson og Unnur Magnús-
dóttir. Kona Hannesar var Sigríður Ingimundardóttir.
Fluttust hingað frá Tantallon, Sask. Þeirra börn em Sig-
urður, kvæntur konu af pólskum ættum, eiga heima í
Dawson Creek, B.C.; Guðbjörg (Mrs. Olson), maður hen-
nar dáinn, hún nú í Vancouver, B.C.; Valtýr, hér í Wyn-
yard, kvæntur Kristínu Pálsdóttur Pálssonar. — Hannes
og Sigríður nú bæði látin.