Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 80
82
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
vandalausra,endasagðium hana gamall sveitungi hennar
í Winnipeg veturinn 1938. “Það er bara ekki til kona eins
og hún Guðrún.”
Fleiri hafa látið minningarorð, þakklætis og aðdáun-
ar, sér um munn fara, um þessi hjón, það hefi eg heyrt.
Heimili þeirra var í þjóðbraut og gestkvæmt mjög. Auk
alls þessa tóku þau hjónin börn og unglinga til lengri og
skemmri dvalar.
Vinnufólk héldu þau eftir þörfum. Jóhanna Sigurðar-
dóttir, systir Sigbjörns, var hjá þeim í tuttugu og fimm
ár og vandalaus stúlka, Katrín að nafni, var hjá þeim í
nær því öll þrjátíu árin, sem þau voru í hjónabandi, að-
eins eitt ár í burtu.
Þetta eru aðeins fáeinir drættir af æskuheimili Ólafar
Sigbjömsdóttur.
Árið 1904 fluttist Sigbjörn Sigurðsson ásamt börnum
sínum uppkomnum og Jóhönnu systur sinni til Ameríku.
Þau dvöldu öll í Winnipeg í nokkur ár. En 1908 opnaðist
tækifæri til landnáms við Leslie, í Saskatchewan, tók Sig-
bjöm sig þá upp aftur ásamt sonum sínum og Jóhönnu
systir sinni og námu þeir feðgar allir lönd við Leslie.
Synir Sigbjöms og Guðrúnar á lífi eru: Sigbjörn; Jóhann
Kristján; Sigurður og Soffanías.
Þegar fjölskyldur þessar fluttu vestur í landið, varð
Ólöf eftir í Winnipeg fyrst í stað, en færði sig til Vestur-
landsins nokkru síðar og dvaldi vestra, að mestu, þar til
hún fluttist síðustu förina til Winnipeg.
Ólöf Sigbjörnsdóttir var vel gefin. Hún var prýðilega
greind, stórlynd, listræn og átti mikið af sönnum metnaði
bæði fyrir sig og sína. Hún var ráðvönd í hæzta máta.
Hún unni mentun og sönnum framfömm af alhug og átti
það dýrst óska sinna, að hennar nánustu af vaxandi kyn-
slóðinni yrðu aðnjótandi sem allra mest af sannri menn-
ingu og hún var æfinlega reiðubúin að styðja að þvi
þegar þess þurfti.