Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 29
ALMANAK
31
Ekki leið á löngu eftir að komið var í þetta hérað, að
menn fóru að taka sig saman með stofnun ýmiskonar
nauðsynlegs félagsskapar. Skóla fyrir unglinga, er voru
margir, var óumflýjanlegt að koma á fót sem allra fyrst.
Eg mun hafa verið sá fyrsti, sem gerði tilraun til að
mynda skólahérað stuttu eftir að “Sleipnir” pósthiis var
stofnað, en mótspyrna frá einhleypum og barnlausum
búendum, sem börðust í lengstu lög móti eðlilega áfal-
landi skólaskatti, bar tihaunina ofurliði í fyrstu. Sömu
afdrifum urðum við fyrir, þegar fyrst var reynt að mynda
skólahérað með Wynyard bæjarstæði sem miðstöð. Eig-
ingimin bar enn sigur úr býtum. En svo fór, að hérað
var myndað með bæjarstæðinu í suðurjaðri og þar með
mótspyrnan yfirunnin. Þetta vor var “Sleipnir” skóli
stofnaður 9. febrúar 1909. Fyrsta skólahérað sem stofnað
var á þessu svæði, var í norður byggðinni (N.E. 23-33-16).
Það var löggilt 4. júní 1906 og gefið nafnið “Grandy”.
Einar Grandy, sem flutt hafði úr Garðar byggð í Dakota
til Seattle, Wash. og þaðan hingað árið áður og setzt að
í þessum parti nýlendunnar, var framtakssamur leiðtogi
byggðarinnar og því nauðsynlegt að nafn hans væri varð-
veitt. Næsta skóla hérað, sem stofnað var, fékk nafnið
“Mountain”. Ekki svo að skilja, að þar væri neitt fjall, en
dregið af íslenzka þorpinu með því nafni í Dakota. Byggð-
armenn á því svæði voru margir þaðan. Það hérað var í
vesturhluta þessa svæðis (S.E. 25-32-17) og var löggilt
12. júní sama ár og Grandy héraðið. Levant-skóli komst
á fót í júlí mánuði. Hann var í suðvestur jaðri byggðar-
innar (S. E. 2-32-17), og mun hafa verið meira af Norð-
mönnum og annara þjóða fólki á þvi svæði.
Little Quill skóli komst á fót í apríl 1907 í norðvestur
hluta byggðarinnar, (S.E. 22-33-15). Árið 1908 voru tvö
skólahéruð mynduð, sem heita, Norðra og Harward, og
svo hvert á fætur öðm þar á eftir þar til öll skólahéraðs
skörð voru fyllt.