Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 33
Landnám íslendinga
sunnan Quill vatnanna í Saskatchewan
1904 -1907.
Eftir Ólaf O. Magnússon, Wynyard, Sask.
(Framhald af landnámsþáttum
Jóns Jónssonar frá Mýri, Almanak Ó.S.Th. 1919).
Eins og þeim mun ljóst, sem fylgst hafa með eldri
landnámsþáttunum hér í Almanakinu, og tekið er fram
í hinni greinagóðu ritgerð eftir H. J. Halldórson hér að
framan, er var einn af aðalforgöngumönnmn þess land-
náms, sem eftirfarandi þættir fjalla um, byrjaði Friðrik
Guðmundsson að semja landnámssöguþætti austurhluta
umræddrar byggðar, er komu út í Almanakinu 1917-18.
Ná þeir þættir yfir svæðið frá austurtakmörkum byggð-
arinnar og vestur fyrir þar sem nú er Elfros-þorp.
Árið eftir, eða 1919, kom í Almanakinu áframhald
þeirra þátta eftir Jón Jónsson frá Mýri. Byrjar það á
vesturtakmörkum byggðarinnar og í þeim þáttum eru
taldir upp íslenzku landnemamir austur að næstu vegl-
ínu fyrir vestan Wynyard-bæ. Við það hefii- setið nú í
30 ár. Eftir skilið svæði um 15 mílur á lengd og annað
eins á breidd, þar sem því heyrir til sá hluti landnámsins,
sem liggur á milh Litla og Stóra Quill vatnsins, og í
fyrstu var numið að mestu af Islendingum.
Fyrir tilmæli ritstjóra Almanksins, dr. Richard Beck,