Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Side 46

Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Side 46
44 blað og er það í raun réttri. Það blað þykir mér yfirleitt vel skrifað, þó ekki muni þaö alfullkomið fremur en annað á þessari syndumspilltu jörð. Auðvitað hefir því orðið á að segja rangt frá stöku atriðum, en það brennur víða við. Það má þó við það virða, að það gjörir tilraun til að frœða um ■hin nýrri mál, sem á dagskrá eru. Það iiytur og myndir af’íslendingum og æfiágrip, er það mjög merkilegt atriði í verkahring þess. Annar ritstjór- inn virðist vera frjálsiyndur og ber á sér mennta- blœ. Hinn er nú bara prestur. Frágangur á Vín- landi er góður, prófarkalestur sœmilegur og pappír góður. Manitoba 1903, gefið út at fylkisstjórninni í vor sem leið. Var það prentað í prentsmiðju Hkr. og búið undir prentun af þingmanni Gimli, B. L. Baldvinssyni. Er þar margt listilega sagt, ýkjur og öfgar á háu stigi. Eg nenni ekki að fara í gegnum það til muna, álít það gjöri hvorki til né frá, en get þó ekki stillt mig um að benda mönnum á vöru verðlistann svo að fólk geti borið hann saman við reikninga sína og vitað hvort engu hallar. Ég set hér fáein atriði úr listanum: “Kaffi óbrennt, 11 pd. fyrir $1,00 “mulinn sykur 21 “ “ “ “höggvinn ,, 18 “ “ “þorskur salt. 20 “ “ “ Margur myndi telja sig heppinn að komast að svona kaupum. Ég hefi heyrt getið um gyðing nokkurn norður á Jarvis st. í Wpg. sem selur ódýrara en aðrir og auglýsir í Hkr. I ritinu eru nokkrar myndir af húsum og grip- um, einnig vitnisburðir manna hér um þetta land,

x

Almanak um/fyrir árið 1900-1905

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak um/fyrir árið 1900-1905
https://timarit.is/publication/403

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.