Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Page 84

Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1904, Page 84
82 MANNDJÖFLAK. Aö reikna saman sitt rœningja fé, er ríkisrnannanna siöur, með uppgjörðar hógværð og aumkunar spé, til aumingjans líta þeir niður. Þeim finnst að þeir séu þeir fyrirtaks rnenn að framkvæmd og manndáð og viti, og heimurinn sulti yrði’ að herfangi senn, ef höfðingja þessara' ei nyti. Þeim finnst að þeir verðskuldi virðing og seim, og völdin á jarðríkis landi, og drottins blessun sé bara’ handa þeim, sein byggðu’ ekki húsin á sandi. ()g prestarnir líka það prédika’ í heim — —en prestunum enginn veit betur:- ,,Guð bjargar ei öðrum en barasta þeim, sem bjargað vel sjálfum sér getur. “ Og heimspekin alvísa hrópar þau orð, sem herópið lífsins það eina: ,,Ó þiggðu hvað náttúran ber þér á borð og brúkaðu’ ei hœversku neina. Og kœr þig ei neitt þó að náungi þinn sé nokkuð þér seinni til matar < og mundu það vel, að heimskingi er hinn, sem hentugleikanum svo glatar. Og reiknist honum þú ríf gjörir skil þeim rétti, sem bezt virðist krœstur, það heilaga spakmæli hafðu þá til: * ,,því hver einn er sjálfum sér næstur. “

x

Almanak um/fyrir árið 1900-1905

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak um/fyrir árið 1900-1905
https://timarit.is/publication/403

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.