Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Qupperneq 16
16
geisla-orkan eða Röntgengeislamagnið er. Nú er Rönt-
gengeislakúla sú, sem andskautið (antikatodan) kastar
út frá sjer í allar áttir, misjöfn að magni til. Þjett-
astir eru geislarnir þverbeint út frá brennfleti and-
skautsins. Flatarorku
kallar maður þá
Röntgengeislaorku,
+sem fellur á 1 cm2
hlutarins meðan geisl-
arnir skina á hann.
Nú er auðsætt að
flatarorkan er einnig
mjög mismunandi eft-
ir því, hve langt hlut-
urinn er frá brenn-
fletinum. Hún stendur
í öfugu hlutfalli við kvadrat fjarlægðarinnar. Sje t.
d. hluturinn í 30 cm fjarlægð frá brennfi^tinum og
skíni Röntgengeislarnir á hann í 9 sekúndur, þá er
það hið sama sem, ef hann væri í 10 cm fjarlægð
og geislunartíminn 32= 9 sinnum styttri, altsvo 1 sek.
Til þess að mæla, hve mikið R-geislamagn eða
geislaorhu líkaminn fær, hafa verið gerðir ýmiskonar
mælar. Það R-geislamagn, sem þarf til þess að fram-
kalla roða á húðinni, kallast R-skamtur (Dosis).
Nákvæmasta áhaldið til þess að mæla R-geislamagnið
er hinn svonefndi rafeindamœlir (Ionometer), en hann
er dýr. Mest eru notaðar smáplötur (reagensplötur)
eftir Sabouraud & Noiré, sem upplitast við R-
geisla-skin.
Þessu næst skýri jeg dálítið frá Röntgenlömpun-
um. Þeir eru vanalega í laginu eins og 3. og 5. mynd
sýnir. í 3. og 5. mynd er bakskautið (katóðan) merkt
með K, andskautið (antíkatóðan) með AK, en for-
skautið (anóðan) með A.
Bakskautið er gert sem kúluhetta, er hefur
brennpúnkt sinn (centrum) dálítið inn í eða framan
við flöt andskautsins, sem liggur skáhallur við bak-
skautsgeislunum og falla þeir því í sporbaugamynd-
aðan flöt á andskautinu (sjá 4. mynd).
Fjarlægðin milli bakskautsins og andskautsins
er vanalega valin þannig, að styttri ás brennflatar-
sporbaugsins verði hjer um bil 2—3 mm. Þeim mun
minni, sem brennflötuiinn er, þeim mun skarpari og
4. mynd.
harðari verða Röntgengeislar lampans, en því ákafar
hitnar og andskautið og það svo mjög, að því hættir
við að bráðna. Upphaílega notuðu menn í það platin,
sem bráðnar við 1750° C, síðan irídium, sem biáðn-
ar við 2000° C, þar á eftir tantal, sem bráðnar við
2300° C, en síðast wolfram, sem bráðnar við 3000° C.
Með því má frainleiða svo harða eða gagnlýsandi
geisla, að taka má myndir af líkamshlutum manns-
ins á ^/íoo úr sekúndu.
Auk þess neyta menn ýmsra ráða til að kæla
andskautið, t. d. með vatni eða með því að festa
wolframplötuna á stóran koparklump, er getur tekið
mikinn hita í sig.
5. mynd.
Hitni nú andskautið afskaplega mikið, þá leys-
ast úr því leifar þeirra lofttegunda, sem eru í málm-
inum og koma út í lampann. Við þetta minkar loft-
þynnslan í lampanum og hann verður linari. Að vísu
harðnar lampinn nokkuð aftur, um leið og and-
skautið kólnar og sogar aftur í sig loft úr lampanum.
Þetta kemur því aðeins fram, að andskautið hitni
fram úr hófi, svo því liggi við að bráðna. Hins vegar
harðna lamparnir við vanalega notkun. Kemur það
af því, að við framleiðslu bakskautsgeislanna leysast
upp smáagnir úr málmi bakskautsins, er þjóta gegn-
um lampaholið og festast á glerumgjörðinni, en hitti
þær nokkrar loftleifar á þeirri leið, þá bindast þær
þeim og hafa þannig tekið þær herfangi. Við þetta
vex loftþynnslan í lampanum (hin svonefnda sjálf-
verkandi Ioftþynnsla), hann verður harðari, þarf hærri
spennu og framleiðir betur gegnlýsandi geisla. Af