Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 6

Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 6
AFTURELDIN G Litið iim til alþýðukonn Það fellur eðlilega oft í hlut minn að finna trúað fólk að máli þar sem staða mín útheimtir það. En hve misjafnt er það ekki að finna félk að máli, sem þó eru meðlimir í sama söfnuði og sækir Guðsþjónust- ur í sömu kirkju.Sumir eru svo mild- ir, kærleiksríkir og frjóir í andanum, hvernig svo sem allar ytri kringum- stæður eru, að maður fer ósjálfrátt með ritningargreinina í Jeremía 17, 7—8: „Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera athvarf sitt. Hann er sem tré, sem gróðursett er við vatn og teygir rætur sínar út að lækn- um, sem hræðist ekki, þótt hitinn komi og er með sígrænu laufi, — sem jafnvel í þurrka-ári er áhyggju- laust og lætur ekki af að bera ávöxt.“ Það var enn einu sinni í dag, sem ég kom til hennar, systurinnar í Kristi, sem kallar alltaf þetta orð fram í huga mínum, er ég tala við hana. Þegar við höfðum talað saman litla stund, sagði hún að orð frá Drottni hefði komið til sín fyrir stuttu. — Já, hún sagði, að orð frá Drottni hefði komið til sín! Það eru ekki allir, sem geta sagt þetta, að mitt í önnum dagsins komi orð til þeirra. En það eru einmitt þeir, sem lifa í þessari Guðs afstöðu, sem lifa safaríku trúarlífi í öllum veðrum, öllum árstíðum, öllum kringumstæð- um. Þeir eru tréð, er orð Guðs segir um: „sem hræðist ekki, þótt hitinn komi og er með sígrænu laufi.“ Spámaðurinn Jeremía segir: „Nú í tuttugu og þrjú ár hefur orð Drott- ins komið til mín“ (Jer. 25,3) — Svona var reynsla þessa guðsmann§! 22 Ó, hvílíkt líf, auðugt og „fólgið með Kristi í Guði!“ Það var þó ekki létt að varðveitast í trúnni á Guð á tím- um Jeremía, þegar öll þjóðin var fallin frá Guði. En samt getur hann í þessu ægilega fráfalls-myrkri vitn- að um þessa reynslu: „Nú í tuttugu og þrjú ár hefur orð Drottins kom- ið til mín.“ Nú var það enginn Jeremía spá- maður, sem ég hafði fyrir mér í dag. En það var Guðs barn, alþýðukona, sem átti sama Guð og hann, nærðist af sama orði og hann, sat við sama brunn og hann, lifði undir sama himni og hann. Hún gat sagt: „Orð Drottins kom til mín.“ Og nú tók hún Biblíuna og las Jesaja 30, 15-19. En það var sérstaklega 15. versið, sem hún dvaldi við: „Fyrir aftur- hvarf og rósemi skuluð þér frels- aðir verða. [ þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera.“ Það var auðheyrt að orðin: „I þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera,“ liöfðu sérstaklega talað til hennar. Þetta leyndi sér ekki, þegar hún fór að tala um þessi orð, að hún hefur oft þurft að umsetja, þau í kringumstæðum lífs síns. Og nú Ijómuðu minningarnar upp í hjarta hennar, og gerðu andlitið bjart og milt, þegar hún minntist þess, hve gott og öruggt það var, á reynslu stundum, að fá að sann- prófa það, að Drottinn hefur alltaf einhvern útveg, hvernig sem útlitið er. Guðsmaðurinn dr. Jowett, sem nú er kominn heim til Drottins, sagði frá því við tækifæri, að hann liefði eitt sinn verið í ákaflega myrkum kringumstæðum. I þessum þung- bæru kringumstæðum ráðfærði hann sig við dr. Berry frá Welverhamton. — Hvað mundir þú hafa gert, ef þú hefðir verið í mínum kringum- stæðum? spurði hann vin sinn. — Ég veit ekki, Jowett, ég er ekki þar, og þú ert ekki þar ennþá. — Hvenær þarftu að framkvæma? — Á föstudag, svaraði dr. Jowett. -— Þá munt þú áreiðanlega sjá lausnina á föstudaginn. Drottinn mun ekki bregðast þér, svaraði dr. Berry. Og það varð! Gefðu Guði tíma, einnig þegar þú sérð hnífinn blika í loftinu, og þú munt sjá að hrúturinn er fastur á hornunum í þyrnirunninum, áður en hnífnrinn gerir þér skaða. Gefðu Guði tíma, einnig þegar lækurinn Krít er þornað'ur, og j)ú munt heyra, eins og Elía spámaður og alþýðukonan í dag, orð Drottins koma til þín og sýna þér leiðina út úr erfiðleikunum. Asmundur Eiríksson. Hann svaraði rétt. Það er sagt um mann nokkurn, sem trúlega hafðl hjónað Drottni, og um margra ára skelð hafði sýnt sérstakan áhuga fyrir Guðs verki, aö dag þann er hann varð að leggja niður ..pilgríms- stafinn“, fékk hann heimsókn af ungum trúuðum manni. Ungi maðurinn, sem sat við rúm 'hins deyjandi manns, sagði þá vlð hann: ,,Þú ferð nú til að taka á móti iaun- um þinum fyrlr trúa þjónustu." Þá svaraði gamli maðurinn: ,,Kæri bróðir, nú fer ég og tek á móti miskunnsemi."

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.