Afturelding - 01.06.1972, Blaðsíða 8
Fyrir fáum vikum voru eitt þúsund hippar
s'kírðir í sjónum. Þeir (höfðu allir f-relzast og nú
vildu Iþeir skírast ibiiblíulegri skím. Þetta var sjö-
unda skírnanhátíð meðal hippanna. Nú bafa meir
en 3000 skírzt í vatni, og þeir tala a'llir nýjum
tungum. Hverjir eru þessir hippar? Margir þeirra
eru prestasynir, sem fallið bafa fyrir valdi eitur-
lyfja. En nú hafa þeir mætt Kristi.
Hvernig stendur á því, að það eru einkum þeir
ungu, sem fá að reyna þetta nú á dögum? Það er
vegna þess, að Jóel hefur sagt: „Ég mun út-
hella af Anda mínum yfir allt hold, synir yðar
og dætur yðar munu spá og ungmenni yðar munti
sjá sjónir“. Þetta er ekki meint til Israels, því að
Iþar -máttu hvorki stúlkur né piltar tilbiðja í heyr-
anda hljóði. Sá réttur var aðeins gefinn Levítun-
úm, og þó ekki fyrr en þeir voru komnir yfir 30
ára aldur.
Sumir hafa spurt mig, ihver afstaða mín sé til
þjónustu konunnar í söfnuðinum. Áður fyrr var
ég á sama máli og Páll, en nú stend ég með .Tóel.
Þetta unga fólk á hinn spámannlega anda. Það
tilbiður Jesúm.
Spádómar Jóels um „synir og dætur“, þýðir:
Æskufólk í starfi. Æskufólkið í dag er athafna-
samt og orkumikið. I Kaliforníu ákvað fjölmenni
'Unga fólksins að hefja andlega byltingu. Land-
stjórinn bauð þeim að koma til heimilis síns.
Átta þúsund æskufólks kom og bar skóg af merkja-
spjiildum. Ég vedtti einu merkinu sérstaka athygli,
iþví að á það stóð letrað: „Samúel frændi, Jesús
þráir þig!“
Nú eflir æskufólkið kirkjusamfélögin.
Fyrir 35 árum kom guðislþjónn nokkur til mín.
Þetta var Smilh Wiggleswortih. Það var einn morg-
un, sem hann kom inn á herbergi mitt og sagði:
„Guð segir, að hann vilji senda þig út yfir heim-
inn“. — Seinna sagði þessi sami guðslþjónn: „1950
verður mikil breyting á.“
Andinn sagði við mig, að ég ætti að fara til
annarra trúarsamfélaga og flytja þeim boðskapinn
um skírn í Heilögum Anda. Ég gekk til Alheims-
kirkjuráðsins. Ég talaði við þá um það, sem Guð
hafði lagt á hjarta mitt, og mér til mikill-
ar undrunar vildu þeir hlusta á mig. Síðan
1950 hef ég aldrei getað tekið mér sumarfrí,
sem sé í 20 ár. Það liggur á mér eins og byrði að
tala tiil fólks um nauðsyn þess að skírast í Heilög-
um Anda. Nú koma menn ti'l mín og segja: „Talaðu
við okkur um iHvítasunnuvakmnguna!“ „Nei,“
segi ég. „Talaðu þá við okkur um gjafir Heilags
Anda.“ „Nei, hvernig ætti ég að geta gert það, þar
sem þið eruð ekki skírðir í Heilögum Anda?“ Hér
snýst ekki spurningin um það, hvernig það sé,
heldur hver það sé. „Æ, talaðu þá við okkur um
Hann sem skirir í Heilögum Anda!“ Og það geri
ég. Æs'kufólkið kemur til min og segir: „Talaðu
við okkur um málið, nákvæmlega eins og það er!“
Prédikarar koma tiT mín og segja: „Bið fyrir
ok'kur, að við megum meðtaka Heilagan Anda.“
En ég svara Ijreim: „Það er Jesús sem er skírarinn,
þið eruð kandidatarnir!“ Konan mín segir stund-
um við mig: „Þú ert of harður og ákveðinn.“ En
hvað skeður? Þeir koma til baka og eru þá skírðir
í Heilögum Anda. Jesús vill skíra þig í Heilögum
Anda, þegar þú ert tilbúinn!
Prestur frá Öldungakirkjunni kom inn á Hvíta-
sunnusamkomu og bað söfnuðinn að biðja fyrir
sér. Og jafnskjótt gekk hann hreint til verks og
'beygði kné sín. Stór hópur af söfnuðinum safnaðist
í kringum hann og bað fyrir ihonum og lofsöng
Guði. Nokkrir lögðu ihendurnar yfir hann. Hann
skildi 'hvorki upp né niður, út eða inn. Áður en
langt leið, var ihann farinn að tala nýjum tungum
á mjög 'háværan hátt eins og þeir sem voru í
'kringum hann. Hann var skírður í iHeiTögum Anda.
Þegar hann var kominn heim til sín, mætti Guð
Jionum með enn meiri blessun. Síðan gekk hann
fram í kirkju sinni og j'átaði hvaða 'blekkingu
'hann hafi verið haldinn af áður. Hann lauk máli
sínu, og sagði: „Þið megið aldrei gera tílíkt fram-
ar.“
Leyfum Jesú Kristi að skíra fólk í Heilögum
Anda. I Jerúsalem lögðu engir hendurnar yfir
Tærisveinana. Þegar ég bið með fóTki, segi ég:
„Jesús skírir þig í iHeilögum Anda.“ Ég tek þá
aldrei inn í neitt hliðarlherbergi. Það á ekki að
vera neitt heimullegt við þetta. Mér líður svo ein-
staklega vel, að Tieyra þann klið, sem fylgir því,
er Heilagur Andi kemur yfir fólk, en miklu síður
kann ég við þann 'hávaða, sem sumir gera til að
fá kraftinn.
Ég er Hvítasunnumaður, og held fast við fyrir-
mæli Biblíunnar. Við nokkurn hóp prédikara
6