Afturelding - 01.06.1972, Side 12
TAGE STÁLBERG:
Sá Jesúm í sýn og lœknaðist
Forstöðumaðurinn Otis Keener var á heimleið.
í flugvélinni tók Iiann sér sæti við ihliðina á manni,
sem hann bar engin kennsl á. (Það leyndi sér ekki að
'þessi maður var frá fjarlægri 'heimsálfu. Með sjálf-
um sér hugsaði 0. Keener að þessi maður væri
kaupsýslumaður. Hann var kurteis í framkomu og
aðlaðandi. Þegar Keener heyrði það, að hann hefði
ekki komið til Ameríku áður, bauð hann hann vel-
kominn til lands síns.
Þar eð Keener var maður mannhlendinn, hóf
hann samtal við ferðafélaga sinn.
— Verzlunannaður?
— Nei, ég er prédikari.
— Ánægjulegt. Það er ég einmitt lí'ka.
— Hvaða söfnuði tilheyrið þér?
— Söfnuði Hvítasunnumanna.
— Alveg eins og ég. Þetta var skemmti'legt.
Hvernig atvikaðist Iþað, að þér komuð inn á þennan
veg?
— Það er ilöng saga að segja. En fyrst og
fremst gerðist Iþað á Iþann veg að Guð greip inn
í líf syndugs manns. Ef þér hafið þolinmæði til
að heyra sögu mína, þá vi'l ég gjarnan segja hana.
Var sendar heim til aS deyja.
Það var í eannleika stórmerkileg saga, sem
trúboðinn Gho, frá Seul í Koreu greindi frá.
Ungan dreymdi hann um Iþað að verða læknir.
Þess vegna stundaði Ihann við hliðina á sínu daglega
starfi, læknanám. Þetta gerði hann með öllu því
kappi og metnaði, sem hann átti til. En þá kom
stríðið.
Stundum Iþurfti hann að leggja nótt við dag í
starfi sínu, ef hann átti að geta dregið fram lífið.
Þetta leiddi til þess að hann leið stöðugt af mikl-
um næringarskorti.
Dag nokkurn varð hann alvarlega sjúkur, og
hóstaði upp hlóði. Læknir, sem var tilkvaddur,
12
gegnumlýsli liann. Kvað hann samstundis upp
þann dóm, að hann ‘hefði herklla á háu stigi. Ann-
að fungað var Iþá þegar eyðilagt. Hitt stórskemmt.
Auk þess væri hann 'búinn að taka alvarlegan
hjartasjúkdóm. Læknirinn var hreinskilinn við
hann og greindi Ihonum frá, að ekkert væri hægt
að gera fyrir hann, nema senda hann heim aftur.
Og heim var hann sendur til að deyja.
Bróður átti hann, sem var Búddatrúarmaður,
eins og Cho var líka. Þegar 'bróðir hans sá hve
hann var langt leiddur, reyndi hann að hugga
hann og tala um fyrir honum, með guðfræðikenn-
ingum Búdda. Það varð til þess, að ií fyrsta sinni,
rann það upp fyrir sjúklingnum, hve þessi trúar-
brögð, voru gjönsneydd aliri huggun fyrir mann,
sem stóð frammi fyrir dauðanum.
Haltu úfram aS lesa.
Þegar hér var komið sögu, kom sanntrúuð kona
í heimsókn tól sjúklingsins. Þetta vakti undrun hans.
Því að bann hafði fáar heimsóknir fengið, vegna
þess hve fól'kið var hrætt við sjúkleika hans. Þessi
kona kom heinlinis til að tala um Krist við hann.
Óðar en hann varð þess vís, hvert erindið var, varð
hann æfur af reiði. Bað hann hana að koma aldrei
framar til sín.
Hún svaraði honum stillilega.
— Þetta er e'kki minn vilji. Það er vilji Guðs.
Um leið rétti hún honum guðspjall Matteusar.
Þegar hún var farin, tók hann ritið og byrjaði að
'lesa 1. kapítula þess. lEkkert skildi hann a'f því
sem hann las. Það var eins og Iiann væri að lesa
símaskrá. Þegar konan kom næst, sagði hann við
hana: — Ég skil ek'kert í því sem þér fenguð mér
að lesa.
Ilún svaraði aðeins.
— Haldið þér áfram að lesa.
Hann gerði eins og hún réði honum. Hann