Afturelding - 01.06.1972, Síða 13

Afturelding - 01.06.1972, Síða 13
liafði ekki lesið lengi, er liann skildi, að Jesús var lifandi persóna. Því liafði fiann aldrei trúað um Búdda. Hvernig gat það verið, að sá væri raun- verulega til, sem væri fullur af kærleika, miskunn- semi og krafti? Endirinn nálgast. Lokin riálguðust óðum. Konan kom aftur og aft- ur í heimsókn til hans. Var hún svo örugg og djörf í vitnisiburði sínum við ihann, að hún bauð 'honum ákveðið að trúa á Jesúm Krist. Ég vei-t ek'kert um Iþennan Jesúm þinn. En ef ég á að vera hreinskilinn, þá lief ég séð eitthvað í framkomu yðar, sem mig langar að eiga. Hún gaf ihonum annað guðspjall. Það var Jó- hannesar. — Hann fór nú að lesa það. Ekki hafði hann lesið marga kapítula, er hjarta hans fylllist af kærleika ti'l frelsarans. Ósj'álfrátt kom þessi bæn fram á varir lians: — Ó, Guð, ef Jesús er þinií sonur, þá opinber- aðu mér 'hann! Nú var hann orðinn svo langt leiddur, að hann gat ekki lyft sér frá koddanum. Spurningin var því um klukkustundir en ekki daga, hvenær lífs- neistinn mundi slokkna. Hann hafði stöðuga ti'l- finningu af því, að hjarta hans gæti slegið sið- asta slagið hve nær sem væri. UndraverS innlifun. Dag nokkurn varð 'hann íyrir dásamlegri inn- lifun. Ilann gat ekki greint það, hvort um sýn eða draum var að ræða. Allt í einu uppljómaðist herbergið sem hann 'lá í. Hann sá Drottin Jesúm birtast fyrir augum sér. Við þessa opinherun varð hann svo gagntekinn, að hann neytti sinna síðustu 'krafta, til að lyfta sér írá koddanum, ef ske kynni að hann gæti snert frelsarann. í sömu andrá hvarf sýnin. Gho lá þarna í rúrninu og tal- aði nýjum tungum. Hann kaflaði á móður sína. Hún 'kom skelfingu lostin á fund hans. Hún hélt að nú væri dauðastundin uþprunnin. En það var ekki dauðinn — þaö var lífið. Tveim dögum síðar var Gho kominn á fætur og farinn að ganga um. Tveim vikum síðar tók læknir riintgenmyndir af hrjósti hans. Þær sýndu, við nánustu athugun, að Cho haíði fengið ný lungu. lErfitt var fyrir lækn- inn að trúa þessu. Lengi vel hélt hann að þetta væri ekki Cho heldur tvíburabróðir hans, sem enginn var til. Þetta var vitnisburður Kóreumannsins. Hann varð aldrei læknir. Hann varð prédikari. Nú þjónar hann einum stærsta söfnuði meðal Hvítasunnu- manna. Hefur hann hafið framkvæmdir að því að byggja samkomuhús, sem áætlað er að taki 10.000 í sæti. Það samkomuhús er hann hefur notað lring- að ,til, rúmar 2000 sæti. I því húsi hafa samkomur verið hafdnar margsinnis á hverjum degi. Með tveggja 'tíma mil'libili er húsið rýmt, og næstu samkomugestir ganga inn, þegar hinir, sem fyrir voru ganga út. Þetta sem hér hefur verið sagt, var mælt af Otis Keener forstöðumanni frá Bandaríkjunum, fyrir stuttu síðan á samkomu kristinna kaupsýslu- manna í Lissabon. Teklð úr „Llvets Gang“. Nokkur orð um kristniboð Hinzta ekipun Jesú Krists var: „Farið því og kristnið allar Iþjóðir og boðið fagnaðarerindið allri sköpun.“ Leitandi kristnir menn í dag segja: „Það hefur ekki reynzt mögulegt fyrir nokkra kynslóð að kristna allan heiminn.“ G. Playfair. Það er skylda ALLS safnaðarins að boða ALLT fagnaðarerindið ÖLLUM heiminum. Stcfnuskrá bablistasafndðar. Þýðingarmesta ætlunarverk safnaðarins er að kristna heiminn. Dr. Osvald Smith. Kristinn verzlunarmaður sagði eitt sinn: „Ég matast aldrei einn, því, að ég dreg af mér súpuna eða eftirréttinn og gef andvirðið þeim er svelta.“ Nú er itími til kominn fyrir söfnuðina að vakna af svefni og öpna augun fyrir ætlunarverki sínu. Við Störfum þannig, eins og við hefðum í hendi okkar alla eilífðina til að vinna sálirnar. Dr. S. T. Pierson. 13

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.