Afturelding - 01.06.1972, Side 27
I
t*ss í Indónesiu á §.1. jsumri
á fætur og gengu um fyrir sjónum allra.
'Þeir gengu upp á ræðupallinn til að vitna
um það sem fram hafði farið. Sumir
höfðu ekki getað gengið svo árum skipti.
Einn hafði ekki gengið í tíu ár. Allur
hægri'hluti líkama hans var lami. Einn
hafði ])j áðzt mjög í fótum í 20 ár, svo
að hann gat naumlega gengið, hann varð
alheill. Eing kona kom hlaupandi fram
til bræðranna, fagnandi glöð yfir því, að
allt í einu fann hún, að hún varð alheil-
brigð af vondu æxli, sem hún hafði á
hálsi. iHún fann að heilbrigðin gegnum
streymdi hana, undir bæninni. Margir
haltir menn urðu heilhrigðir. Heyrnarlaus
maður fékk 'heymina, og margir aðrir
fengu lækningu af ýmissum veikindum.
Sunnudaginn 11. júní prédikaði Aril
Edvardsen í stórri mótmælenda kirkju í
Bandung. Það hafði aldrei skeð áður, að
hvítasunnumaður fengi að prédika í
þeirri kirkju. Presturinn lagði engar
hömlur á það, hvað hann talaði um.
Ilann sagði, miklu fremur, að hann mætti
flytja fagnaðarerindið eins og Guð legði
það á hjarta hans. Prestur bætti við, eftir
guðsþjónustuna, „að nú yrðum við að
taka næsta skrefið: Skírn Andans”. Hann
lýsti og yfir því að 'heimsókn Aril Edvard-
sens, fyrr og nú, 'hafi orðið til vakningar
og blessunar fyrir alla sundanesisku þjóð-
ina (sundanes: samnefni á öllum Indó-
nesisku eyjunum).
Klukkan 17.45 var svo samkoma á
venjulegum stað á Sidolij Stadion. Um
30.000 manns var á samkomu þeirri. Aril
talaði um það, að Jesús vildi gera „tvö
'kraftaverk“, frelsa sálina og lækna lík-
amann. Þetta sagði ræðumaður með skír-
skotun til frásagnar Nýja testamentisins
um það, er Jesús frelsaði og læknaði lama
manninn, sem fjórir menn báru á fund
hans og rufu þakið af húsinu þar sem
Jesús var inni. En hvað fólkið hlustaði!
Þegar kallað var fram til fyrirbænar í
lok samkomunnar, munu nær 600 manns
hafa komið fram og leitað frelsis.
Á eftir báðum við fyrir sjúkum, Seinna
stóðu þeir í biðröð, sem vildu vitna um
það, að þeir hefðu læknazt. Hér eru nokk-
ur dæmi:
Lítil stúlka, sem var með lamaða hönd,
læknaðist. Fleiri bræður horfðu á það,
að þegar hún var að biðja við hliðina á
systur sinni, og höndin hékk máttlaus
niður með 'hlið 'hennar, en meðan sam-
bænin stóð yfir sáu viðstaddir lömu hönd-
ina fara lyftast upp, unz stúlkan fór að
veifa henni yfir höfði sér. Sagði litla
Framhald á bls. 31.
Nokkur hlnti af þclm
50.000 manna sem safnaðist
sainan á siðnstu samkomn
Arils Edvardsens í
BnndunK. Sterkir ljósblossar
myndavólarinnar ná ekki
nóndar nœrri út yfir mörk
fólksf jnldans.