Afturelding - 01.06.1972, Qupperneq 28

Afturelding - 01.06.1972, Qupperneq 28
Minningar frá tjaldsamkomum á síðastliðnu sumri í ftíbrúarmánuði s.l. vetur, komu margir bræður innan Hvítasunnuhreyf- ingarinnar saman í 'Fíladelfíu í Reykjavík, og ræddu ýmis mál starfsins. Samræðu- fundir voru nokkra daga, en vakningar- samkomur á kvöldin. Á fundum þessum voru jafnan mættir yfir Iþrjátíu fulitrúar frá starfinu víðsvegar á landinu. í iok eins fundarins, iþar sem um iþað var rætt, hve brýn þörf væri á því, að hreyfingin ætti gott tjald til samkomuhalda, etóðu aiilir fundarmenn upp, eins og einn mað- ur, og tóku höndum saman, og báðu Drottin, sem er iierra uppskerunnar, að gefa okkur nýtt tjafd, sem við ættum skuldiaust, komið í liendur okkar fyrir næsta sumarmót, sem einmitt á þessum fundum var ákveðið að halda í Stykkis- iiólmi seint í júní. Þetta var skref, sem stigið var 'í trú. Bænin var heit og inni- leg. Einn og annar hafði orð á því á eftir, að ibæn þessi hefði verið áhrifarík og sterk. Hún hefði stigið í himininn. Þrem dögum fyrir sumarmótið var tjaldið komið, búið að toliafgreiða það, sem var mjög tímafrekt, en sýndi um ieið athyglisverða fyrirgreiðslu Guðs. Sama dag og tjaldið kom vestur í Hólm- inn, var það reist og vígt fyrsla dag móts- ins. Það dkaf segjast, Guði til dýrðar, að þegar forstöðumaður Fíiadelfíusafnað- arins í Reykjavík, Einar J. Gíslason, skaut því inn í vígsluorðin, að hér stæði þetta glæsiiega tjald skuldlaust, eins og Drottinn iiefði verið1 beðinn um, voru ■mörg hjörtu snortin djúpu þakklæti til hins mikla gjafara. Sænskur trúboði var gest- ur á mótinu. Hann sagði að svona full- komið tjaid mundi kosta í Svíþjóð um kr. 12.000,00 sænskar. Það væri þá um 240.000,00 í ísl. peningum, fyrir utan tol'l og söluskatt. Stórkostlegt! Eftir að tjaldið hafði verið notað fyrir sumarmótið í Hólminum, var það flutt til Reylkjavíkur og reist þar. Reynslan var svo sérstö'k af tjaidsamkomunum fyrir vestan, að sjálfsagt þótti að reisa það í Reykjavík, eftir nokkra daga. Það er frá þessum tjaldsamkomum í Laugardal, eem dregnar verða fram nokkrar minningar um það, ihvernig Guð tjáði sig og starf- ■aði á þessum samkomum, er að allra dómi nutu biessunar Guðs á sérstakan hátt. En hér verður aðeins stiklað á fáu. Óþekktur maður kemur inn í tjaidið. Hann er dauðadrukkinn og slangrast með hliðarköstum sitt á ihvað á fólkið, er sat í bekkjunum beggja vegna við innganginn. Þeir, sem voru við dyrnar voru komnir á fremsta hlunn með að varpa manninum á dyr. En það varð þó tíkki. Þvert á móti slangrast hann á innsta bekk, og tekur þar sæti. Ifann tók sálmabó'k, sem sneri ýmist rétt eða öfugt i hendi hans. Þeg- ar söngurinn var frjálslegastur stóð hann gjarnan upp, og vildi þá slá taktinn. Hann gerði það þó með góðu að setjast aftur og aiftur. Þetta endurtók sig í þrjú kvöld. iHann kom dauðadrukkinn en stundvíslega, og settist á sama etað. Það var eins og það væri þegjandi samkomu- íag, að láta manninn afskiptalausan, en sýna ihonum þó hlýileika. Annars var hætt við truflun. Það upplýstist fljótlega að þetta væri utanbæjarmaður, sem hefði átt að senda á Klepp, sem gjörfallinn áfengis- sjúkling. I leiðinni iliafði hann verið sett- ur inn á Bláa-Bandið, en eftir stuttan

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.