Afturelding - 01.06.1972, Síða 30

Afturelding - 01.06.1972, Síða 30
og ég uppbyggist ibezt í gegnum bænina.“ Vinnuveitandinn ihorfir undrandi á hann nok'kra stund og sagði Iþvi næst: „Já, þú skaJlt fá bæn þína uppfyllta, því að ég sé að þú meinar þetta. Og ég skal greiða þér iíka kaup fyrir þennan tíma, og það meira að segja úr mínum eigin vasa.“ — Hann kom svo alla vikuna á bænasam- komur og bafði tekið þeim framförum og \æxti í trúnni, að það vakti athygli allra, sem fylgdust með því. Þegar ihann vitnaði seinna um aftur- hvarf sitt, ‘leiddi hann tvær persónur fram á svo hugðnæman hátt, að engum gleymdist. Hann sagði: „Þeir mættust tveir, stórsyndarinn og stórfrelsarinn. Þess vegna frelsaðist ég.“ Þetta sagði hann þannig, að löngu eftir að hann var farinn niður af pallinum, fannst okkur við sjá tvo standa þar enn í náðarverki endurlausnarinnar: Stórsyndarann og Stórfrelsarann“. Þessi sýn og það sem við heyrðum, gaf okkur nýja útleggingu á orðið í 1. Kor. 6, 9—10: „Villist ekki! hvorki munu saurlifismenn, né skurðgoða- dýrkendur, . .. .ásæ'lnir, né drykkjumenn, né lastmálir, né ræningjar Guðsríki erfa. Og þetta voruð :þér, sumir yðar. En þér létuð þvost, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir Anda vors Guðs.“ Tjaldsamkomurnar halda áfram. Ung kona gekk fram. iHún hafði verið í trúar- legu samfélagi, sem hún nefndi ekki nán- ar, en aldrei öðlazt neina innilifun í trúnni. Einn dag kom gömul kona að dyrum hennar, og bauð henni kristilegt blað. Hún kvaðst hafa afþakkað, kvaðst ekki hafa neinn tíma til að sinna þessum mál- um, því að Ihún væri kona, sem ætti fimm börn. Gamla konan svaraði með hógværð: „Ég hef nú átt 12 ibörn, en hef þó haft tíma til að hugsa um eilífðarmálin, og ál'lt farið vel.“ Þessi orð urðu eftir hjá ungu konunni, þegar gesturinn var á braut. Hún hugsaði með sér, að ef þessi ókunna 'kona hefur getað sinnt eilífðar- málunum svo að bragð hefur orðið af, þá ætti ég að geta það með fimm böm. Nú skyldi hún láta þetta tala til ein. Hún hristi af sér mókið, fór að sækja eam- komur af lífi og sál, upplifði fyrirgefn- ing syndanna, frelsið og nýtt líf í Kristi. Nú kvaðst 'hún aðeins bíða eftir því, að sjá það verkefni í víngarði Krists, 6em hún gæti tekið að sér, því að eins og allir sæu, væru fimm böm ekkert á móti tólf. Og Ihér eftir skyldi freistarinn ekki nota þetta, sem afsökun fyrir hana að rækja þjónustu fyrir Guðsríki af öllllu hjarta. Hún talaði með djörfung og nýrri og ferskri inniifun um það, sem hún hafði fengið að reyna. Ungur maður stóð upp. Hann lýsti af- 'brotabrautinni á átakanlegan hátt. Tek- inn á köldum vetrardegi og kastað í fang- elsi, sem var eins ömurlegt og hugsazt getur. Líklega var klefinn ‘hans einn metri á hvern veg. Harður, saggarikur og 'kaldur steinn undir honum, yfir og allt um kring. Hungraður var hann, kaldur og sviftur öllum vinum. í myrkrinu og 'kuldanum fór 'hann að hugsa. Hann gerð- ist svo djarfur að biðja fangavörðinn, sem öðru 'hvoru skaut köldum, dæmandi aug- um inn um lítið 'kýrauga, sem var á klefanum, að lána sér Biblíu. Hann 'hreytti svarinu út úr sér: „Ætlarðu nú kannski að reyna að svíkja þig út héðan á 'Biblíunni? Það tekst þér ekki.“ En þrátt fyrir þessi köldu svör, kom hann nokkru seinna með Biblíuna. N.N. las bókina með á'kefð og fékk huggun. Hann kvaðst hafa fundið svo mikinn mun innra með sér, að sér hefði fundizt, að eittihvað væri að taka breytingu í hjarta sér. Hann ‘langaði til að vitna um þetta fyrir fanga- verðinum, en vegna þess að hann var svo kaldur, ‘brast hann kjark til þess að gera það. „Þetta var tjón mitt,“ sagði hann, „því að þegar mér var loks sleppt út, hafði ég ekki 'heldur djörfung að vitna um þetta fyrir félögum mínum. Þess vegna Framhald á bls. 36.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.