Afturelding - 01.06.1972, Síða 32
ÓLI ÁGÚSTSSON :
Fuglarinn, snaran og bráðin
Sál vor slapp burt eins og fupl úr snöru fuglarans,
brast snaran, burt sluppum vér.
Iljálp vor er fólgin í nafni Drottins,
skapara himins og jarðar. Dav. sálm. 124, 7—8.
Fuglarinn faldi snöruna inn undir liminu, rað-
aði laufblöðum umlhverfis liana og gætti iþess frá
öllum sjónarhornum, að hún ekki sæist, [>ví vissu-
lega gæti einn og einn fugl haft vit á að forða eér.
Og hann stráði korni í slóðina að snörunni, og
það tísti í honum af fögnuði yfir snilld sinni.
Fljótt kom fugl svífandi niður að stígnum og sá
kornið og settist og tók að éta það.
Fuglarinn fylgdist með skammt frá og sigri hrós-
andi tók hann að útbúa næstu snöru. — Flón eru
þetta, tautaði hann, — og starf hans faar mikinn
árangur.
Allt í einu 'small fast í laufi trjánna, Iþar yfir
sem snaran var, og fugl flaug upp, af alefli, að
eins stuttan spöl, rak upp skræk og þeyttist aftur
til jarðar. Aftur og aftur endurtók sagan sig, fugl-
inn flaug í loft upp og iþeyttist til jarðar, og hann
fylltist örvæntingu, skelfingu og hætti að reyna
að losna og kúrði í skugganum, úfinn og skjálf-
andi.
Fuglarinn fygldist með leiknum og gladdist
meira og meira, og bjó út snörur af mörgum gerð-
um og tilibrigðum og aflaði vel.
Fuglinn hætti að reyna við flugið, ihætti að ti'l-
einka sér það, en ibara kúrði undir liminu, í skugg-
anum og óttanum, á valdi snörunnar.
Ef við lesari minn, breytum nú sögu þessari of-
urlítið og setjum fólk í stað fuglsins, syndir ok'k-
ar í stað snörunnar, og Djöfulinn í stað fuglarans,
skoðum síðan þessa hluti í rólegheitum, ekki eins
og við eigum að dæma neinn eða koma á kné, —
nei, 'heldur bara eins og við eigum að leysa vanda-
mál, hvernig skyldi þá útkoman verða?
Vafalaust er of frekt af mér að spyrja þig beint:
Hver er þín snara?
Ég veit, að þér þykir spurningin frek, og þú
vilt alls ekki ræða við mig á þeim grundvelli, að
þú sért í snöru. En ef ég spyrði: Þú veizt hvað
er að hjá 'honum Dóra, segðu mér frá því, þá
mundir þú vera tii í að ræða málið.
Mig langar þess vegna að vísa til Biblíunnar,
því ég geri ekki ráð fyrir að nokkur einasti mað-
ur lesi þessa grein sem ek'ki trúir að Biblían sé
Guðs orð, — og þá meina ég ekki einungis þá sem
heyra til söfnuði, svona þessum sem kallaðir eru
sértrúársöfnuðir, heldur öllum mönnum sem trúa,
að ITeilög ritning sé Guðs orð.
Nú erum við flest sammála um að Guð skapaði
okkur í sirini mynd, andlegri mynd sinni, kærleiks-
mynd. 1. Jóíh. 4, 8.
Og við ættum að eiga sæmilega auðvelt með að
sammælast um, áð kærleikur er nokkuð, sem er
öllu æðra, hér í heimi þessum. í framhaldi af því,
virðist auðvelt mál að það, að vera í kærleika Guðs,
sé að vera ihonum líkur og í nálægð hans í hinu
æðra, og finnandi að 'hann býr ofar okkur, þá hljót-
um við einnig að finna okkur ofar með lionum
þegar kærleikurinn fær að stýra lífi okkar. Og
vissulega mundi Drottinn Guð telja það harla gott,
ef við værum öll í stöðugri nálægð við hann, ofar
öllu jarðnesku böli og volæði.
Nú er komið að því að ég spyrji þig, hvort þú
komist í hæðir kærleikans á hverjum degi, og hvort
þér heppnist dvölin þar. Eg hef átt við mikla erfið-
leika að stríða í því isambandi, viljað svo ieita
niður á við, og fundið a'llskyns snörur sem hafa
hindrað mig.
Ilvað mundir þú, lesandi minn, telja marga hluti
í daglegu lífi Íslendings vera honum snara, sem
’bindraði liann í að ná fiuginu, á vit kærleikans og
til hins andlega lífs?
Þetta eru ótal margir hlutír, upptaidir í Biblí-
32