Afturelding - 01.06.1972, Side 34

Afturelding - 01.06.1972, Side 34
 Svip- myndir frá Filipps- eyjum I kristilegu tímariti (Philippine News), sem o'kk- ur var sent nýlega, var Iþessi mynd af söngkór ungs fól'ks á Filippseyjum. Með myndinni fyilgdi texti, sem hljóðaði á þessa leið: „Framgangur Hvítasunnuvakningarinnar hefur 'borið þann árangur á Filippseyjum, að síðastlið- inn janúar var samningur undirritaður við sjón- varpsstööina „Elizalde’s Metropolitan Broadcast- ing Company“ að endurvarpa fagnaðarerindinu í prédikun og söng eina klst. í viku allt árið um kring. Myndin er tekin við eina guðsþjónustuna í kirkju Hvítasunnusafnaðarins í „Quezon City“ á Fiilippseyjum, sem er síðan endurvarpað um aðra sjónvarpsstöð í Ameríku. Okkur þótti bæði mynd og texti athyglisvert, og sýndist unga fólkið valda verkefninu vel. Þess vegna tókum við bvorttveggja upp í Aftureldingu, svona á leið okkar um ilönd Austur-Asíu, sbr. fyrsta greinin og fleiri greinar í þessu tölublaði. Vin§æll ttalmnr Á æskulýðssamkomunum í sumar, er baldnar voru í tjaldinu í Laugardainum og víðar, voru það vissir sálmar, sem voru sungnir meir en aðrir. Einkum var það sálmur, orklur af Aril Edvardsen, sem kom ákaflega mikið fram, og gekk oft eins og rauður þráður í gegnum æskulýðssamkomurnar. Það leyndi sér ekki að texti og lag hreif fólkið samkomu eftir samkomu. Þegar sálmurinn var sunginn af tendruðum hópi æskulýðs, flæddu áhrif- in út á meðai áheyrendanna, svo að það lét merki eftir sig. Það sýndu samkomurnar. Einhver kom til okkar, sem varð fyrir þessum áhrifum af sálminum í sumar, og spurði, hvort okkur sýndist ekki að birta sálminn í Aftureld- ingu og þá með nótum, svo að fleiri gætu notið sálms og lags. Þetta viidum við vissulega gera, og hér höfum við svo nóturnar og sálminn á næstu síðu. 34

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.